Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2018 18:31 Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. Vísir/AP Talsmaður tyrknesku ríkisstjórnarinnar sagðist telja líklegt að fimmtán Sádi-Arabar hefðu pyntað blaðamanninn Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Líklega hefðu þeir bútað niður líkið af blaðamanninum og flutt á brott en þetta eru óstaðfestar heimildir Reuters og Washington Post.Recep Tayyp Erdogan greindi frá því í dag í yfirlýsingu að hann fylgist grannt með gangi mála. Lögregluteymi vinni að því að gaumgæfa myndbandsupptökur og gögn frá flugvöllum í tengslum við hvarf Khashoggis en blaðamaðurinn átti erindi á ræðisskrifstofuna á þriðjudag en ekkert hefur spurst til hans síðan. Yasin Aktai, ráðgjafi Erdogans, greindi fréttastofu Reuters frá því að Khashoggi hefði verið ráðinn af dögum. Yfirvöld í Tyrklandi segjast hafa sannanir fyrir því að Khasoggi hafi verið ráðinn af dögum.Heimildir Guardian herma að fimmtán Sádi-Arabar, sem taldir eru hafa framið ódæðið, hafi komið til landsins á þriðjudag sérstaklega til að ráða Khashoggi af dögum. Þeir hafi síðan farið frá Sádí-Arabíu samdægurs. Tyrknesk yfirvöld telja fullvíst Khashoggi hafi verið myrtur af yfirlögðu ráði. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Khashoggi var pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washingon undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Hér er hægt að lesa pistlana sem Khashoggi skrifaði fyrir Washington Post. Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Talsmaður tyrknesku ríkisstjórnarinnar sagðist telja líklegt að fimmtán Sádi-Arabar hefðu pyntað blaðamanninn Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Líklega hefðu þeir bútað niður líkið af blaðamanninum og flutt á brott en þetta eru óstaðfestar heimildir Reuters og Washington Post.Recep Tayyp Erdogan greindi frá því í dag í yfirlýsingu að hann fylgist grannt með gangi mála. Lögregluteymi vinni að því að gaumgæfa myndbandsupptökur og gögn frá flugvöllum í tengslum við hvarf Khashoggis en blaðamaðurinn átti erindi á ræðisskrifstofuna á þriðjudag en ekkert hefur spurst til hans síðan. Yasin Aktai, ráðgjafi Erdogans, greindi fréttastofu Reuters frá því að Khashoggi hefði verið ráðinn af dögum. Yfirvöld í Tyrklandi segjast hafa sannanir fyrir því að Khasoggi hafi verið ráðinn af dögum.Heimildir Guardian herma að fimmtán Sádi-Arabar, sem taldir eru hafa framið ódæðið, hafi komið til landsins á þriðjudag sérstaklega til að ráða Khashoggi af dögum. Þeir hafi síðan farið frá Sádí-Arabíu samdægurs. Tyrknesk yfirvöld telja fullvíst Khashoggi hafi verið myrtur af yfirlögðu ráði. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Khashoggi var pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washingon undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Hér er hægt að lesa pistlana sem Khashoggi skrifaði fyrir Washington Post.
Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54