Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2018 18:31 Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. Vísir/AP Talsmaður tyrknesku ríkisstjórnarinnar sagðist telja líklegt að fimmtán Sádi-Arabar hefðu pyntað blaðamanninn Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Líklega hefðu þeir bútað niður líkið af blaðamanninum og flutt á brott en þetta eru óstaðfestar heimildir Reuters og Washington Post.Recep Tayyp Erdogan greindi frá því í dag í yfirlýsingu að hann fylgist grannt með gangi mála. Lögregluteymi vinni að því að gaumgæfa myndbandsupptökur og gögn frá flugvöllum í tengslum við hvarf Khashoggis en blaðamaðurinn átti erindi á ræðisskrifstofuna á þriðjudag en ekkert hefur spurst til hans síðan. Yasin Aktai, ráðgjafi Erdogans, greindi fréttastofu Reuters frá því að Khashoggi hefði verið ráðinn af dögum. Yfirvöld í Tyrklandi segjast hafa sannanir fyrir því að Khasoggi hafi verið ráðinn af dögum.Heimildir Guardian herma að fimmtán Sádi-Arabar, sem taldir eru hafa framið ódæðið, hafi komið til landsins á þriðjudag sérstaklega til að ráða Khashoggi af dögum. Þeir hafi síðan farið frá Sádí-Arabíu samdægurs. Tyrknesk yfirvöld telja fullvíst Khashoggi hafi verið myrtur af yfirlögðu ráði. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Khashoggi var pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washingon undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Hér er hægt að lesa pistlana sem Khashoggi skrifaði fyrir Washington Post. Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Talsmaður tyrknesku ríkisstjórnarinnar sagðist telja líklegt að fimmtán Sádi-Arabar hefðu pyntað blaðamanninn Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Líklega hefðu þeir bútað niður líkið af blaðamanninum og flutt á brott en þetta eru óstaðfestar heimildir Reuters og Washington Post.Recep Tayyp Erdogan greindi frá því í dag í yfirlýsingu að hann fylgist grannt með gangi mála. Lögregluteymi vinni að því að gaumgæfa myndbandsupptökur og gögn frá flugvöllum í tengslum við hvarf Khashoggis en blaðamaðurinn átti erindi á ræðisskrifstofuna á þriðjudag en ekkert hefur spurst til hans síðan. Yasin Aktai, ráðgjafi Erdogans, greindi fréttastofu Reuters frá því að Khashoggi hefði verið ráðinn af dögum. Yfirvöld í Tyrklandi segjast hafa sannanir fyrir því að Khasoggi hafi verið ráðinn af dögum.Heimildir Guardian herma að fimmtán Sádi-Arabar, sem taldir eru hafa framið ódæðið, hafi komið til landsins á þriðjudag sérstaklega til að ráða Khashoggi af dögum. Þeir hafi síðan farið frá Sádí-Arabíu samdægurs. Tyrknesk yfirvöld telja fullvíst Khashoggi hafi verið myrtur af yfirlögðu ráði. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Khashoggi var pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washingon undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Hér er hægt að lesa pistlana sem Khashoggi skrifaði fyrir Washington Post.
Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54