Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 06:30 Hliðarmarkmið Parísarsamningsins er orðið meginstef baráttunnar við loftslagsbreytingar. Vísir/Getty LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ kjartanh@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ kjartanh@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira