Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. september 2018 06:45 Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir að ráðstafa eigi fjármunum fyrir þjóðarsjóð í önnur verkefni en styður stofnun sjóðsins. Fréttablaðið/ERNIR Alþingi Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna í stjórnarandstöðu um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem kominn er til kynningar á vef Stjórnarráðsins. Hugmyndin er að komið verði á fót varúðarsjóði til að mæta fátíðum efnahagslegum skakkaföllum til dæmis vegna vistkerfisbrests og náttúruhamfara sem valdi ríkissjóði verulegum fjárhagslegum skaða. Sjóðurinn verði fjármagnaður með framlögum úr ríkissjóði, jafnháum nýjum tekjum orkuvinnslufyrirtækja í ríkiseigu. Samþykki Alþingis þurfi til að veita megi fé úr þjóðarsjóði til ríkissjóðs. „Við hefðum talið að við núverandi aðstæður sé mikilvægast að greiða niður skuldir vegna þess að vextir af lánunum eru væntanlega hærri en ávöxtun af svona sjóði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Logi segir rétt að skoða hugmyndina með opnum huga en hugmyndafræðin að baki skipti máli og hvaða leið verði farin. „Norðmenn eru að greiða í sjóð arð af auðlind sem er takmörkuð og mun klárast fyrr eða síðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að auðlindatekjur af raforku til dæmis, sem er endurnýjanleg, eigi að fara í niðurgreiðslu skulda og uppbyggingu á samfélagslegum innviðum.“ Hann segir einnig óljóst hvort um arðgreiðslur verði að ræða eða auðlindatekjur eins og í Noregi. „Ef svo er þá ættu einkafyrirtæki náttúrulega líka að leggja sitt af mörkum.“ Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, talar á svipuðum nótum. „Af hverju eru bara orkuvinnslufyrirtækin nefnd, af hverju er orkan eina auðlindin sem á að fjármagna þennan sjóð?“ spyr Björn Leví og telur réttara að heimilin fari að fá einhvern ávinning af því að búið sé að greiða niður lán við uppbyggingu orkuvinnslu. „Af hverju ekki frekar að lækka aðeins orkugjöld heimilanna og fá eitthvað inn af auðlindagjöldum frá sjávarútveginum á móti til að tryggja fjármögnun sjóðsins?“ Í kynningunni um sjóðinn kemur fram að afmarkaðan hluta ráðstöfunarfjár sjóðsins eigi að nota til eflingar nýsköpunar og uppbyggingar hjúkrunarrýma. Þetta gagnrýnir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir þessi verkefni vissulega mikilvæg en þau eigi að fjármagna í fjárlögum hvers árs en ekki úr varasjóðum. „Við erum í hápunkti hagsveiflunnar, tekjur ríkissjóðs að sama skapi í hápunkti, en engu að síður þarf ríkisstjórnin að ganga á varasjóð sem þennan. Það verður því ekki betur séð en að þegar sé búið að eyða stórum hluta þess fjármagns sem ætti að renna í sjóðinn.“ Þorsteinn segir Viðreisn engu að síður fylgjandi stofnun sjóðsins enda hugmyndin mjög í anda hugmynda síðustu ríkisstjórnar sem Viðreisn átti hluta að. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Alþingi Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna í stjórnarandstöðu um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem kominn er til kynningar á vef Stjórnarráðsins. Hugmyndin er að komið verði á fót varúðarsjóði til að mæta fátíðum efnahagslegum skakkaföllum til dæmis vegna vistkerfisbrests og náttúruhamfara sem valdi ríkissjóði verulegum fjárhagslegum skaða. Sjóðurinn verði fjármagnaður með framlögum úr ríkissjóði, jafnháum nýjum tekjum orkuvinnslufyrirtækja í ríkiseigu. Samþykki Alþingis þurfi til að veita megi fé úr þjóðarsjóði til ríkissjóðs. „Við hefðum talið að við núverandi aðstæður sé mikilvægast að greiða niður skuldir vegna þess að vextir af lánunum eru væntanlega hærri en ávöxtun af svona sjóði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Logi segir rétt að skoða hugmyndina með opnum huga en hugmyndafræðin að baki skipti máli og hvaða leið verði farin. „Norðmenn eru að greiða í sjóð arð af auðlind sem er takmörkuð og mun klárast fyrr eða síðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að auðlindatekjur af raforku til dæmis, sem er endurnýjanleg, eigi að fara í niðurgreiðslu skulda og uppbyggingu á samfélagslegum innviðum.“ Hann segir einnig óljóst hvort um arðgreiðslur verði að ræða eða auðlindatekjur eins og í Noregi. „Ef svo er þá ættu einkafyrirtæki náttúrulega líka að leggja sitt af mörkum.“ Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, talar á svipuðum nótum. „Af hverju eru bara orkuvinnslufyrirtækin nefnd, af hverju er orkan eina auðlindin sem á að fjármagna þennan sjóð?“ spyr Björn Leví og telur réttara að heimilin fari að fá einhvern ávinning af því að búið sé að greiða niður lán við uppbyggingu orkuvinnslu. „Af hverju ekki frekar að lækka aðeins orkugjöld heimilanna og fá eitthvað inn af auðlindagjöldum frá sjávarútveginum á móti til að tryggja fjármögnun sjóðsins?“ Í kynningunni um sjóðinn kemur fram að afmarkaðan hluta ráðstöfunarfjár sjóðsins eigi að nota til eflingar nýsköpunar og uppbyggingar hjúkrunarrýma. Þetta gagnrýnir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir þessi verkefni vissulega mikilvæg en þau eigi að fjármagna í fjárlögum hvers árs en ekki úr varasjóðum. „Við erum í hápunkti hagsveiflunnar, tekjur ríkissjóðs að sama skapi í hápunkti, en engu að síður þarf ríkisstjórnin að ganga á varasjóð sem þennan. Það verður því ekki betur séð en að þegar sé búið að eyða stórum hluta þess fjármagns sem ætti að renna í sjóðinn.“ Þorsteinn segir Viðreisn engu að síður fylgjandi stofnun sjóðsins enda hugmyndin mjög í anda hugmynda síðustu ríkisstjórnar sem Viðreisn átti hluta að.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00
Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30