Dæmdur til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun vegna tuga brota Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 06:45 Frá réttargeðdeildinni á Kleppi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent