Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. september 2018 06:00 Helga Jónsdóttir, ásamt Brynhildi Davíðsdóttur (t.h.), á miðri mynd við upphaf fundar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Helga Jónsdóttir, tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Helga tók í gær við stjórnartaumunum hjá OR en hún kemur til með að stýra fyrirtækinu næstu tvo mánuði. Hún er kunnug fyrirtækinu en hún var á sínum tíma í stjórn þess. Helga var ráðin forstjóri eftir að Bjarni Bjarnason óskaði eftir því við stjórn OR að stíga til hliðar meðan óháð úttekt færi fram í kjölfar fregna af óviðeigandi framkomu karlkyns stjórnenda OR við kvenkyns starfsfólk. Nýi forstjórinn var settur inn í verkefnið sem fram undan er á fundi með stjórninni. „Það var margt rætt og kynnt fyrir mér á fundinum. Ég fór af honum með ríka tilfinningu um að OR sé fyrirtæki í góðum og framsæknum rekstri. Það veit hvað það vill, hvert skal stefna og gerir það markvisst,“ segir Helga. Á fundinum var meðal annars á dagskrá umræða um drög að úttektinni sem gera á. Rætt hefur verið um það að mögulega sé óheppilegt að IER standi að úttektinni í ljósi þess að Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar. „Það liggur alveg fyrir og mig langar að undirstrika það sérstaklega að IER starfar samkvæmt mjög skýrum reglum, er algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinnur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Ég leyfi mér að trúa því að þar sé mjög faglega unnið,“ segir Helga. Auk IER munu óháðir sérfræðingar standa að úttektinni. Að sögn Helgu er slíkt nauðsynlegt þar sem verkefnið sem fram undan er sé það viðamikið að þörf er á auknum mannafla til að ljúka því hratt og örugglega. Ekki liggur fyrir hve margir utanaðkomandi aðilar munu koma að verkinu. „Það munu utanaðkomandi sérfræðingar koma að úttektinni til að tryggja enn frekar áreiðanleika og trúverðugleika hennar. Aðkoma þeirra mun einnig tryggja sérþekkingu umfram þá sem er nú þegar innan IER,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. Uppsögn og aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, varð kveikjan að því að vinnustaðamenning OR komst í kastljósið. Hún hefur gefið út að hún muni leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. „OR barst bréf frá lögmanni hennar og stjórnin fól mér að fara á fund hennar. Ég mun gera það eins fljótt og ég fæ því komið við. Dagurinn í dag og á morgun eru mjög þéttbókaðir en ég vonast til þess að ná því fyrir vikulok,“ segir Helga. Hún segir að hún fari á þann fund til að hlusta á Áslaugu en ótímabært sé að ræða hvort hún verði ráðin á ný. Aðspurð um hvort það komi til greina að vera í starfinu lengur en í tvo mánuði segir Helga að það hafi ekki verið rætt við hana um annað en mánuðina tvo og hún myndi aldrei sækjast eftir því að vera forstjóri OR til framtíðar. „Ég ætla bara að njóta þess að vera á eftirlaunum og leika mér og njóta þess að eiga börn og barnabörn,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn MeToo Orkumál Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Helga Jónsdóttir, tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Helga tók í gær við stjórnartaumunum hjá OR en hún kemur til með að stýra fyrirtækinu næstu tvo mánuði. Hún er kunnug fyrirtækinu en hún var á sínum tíma í stjórn þess. Helga var ráðin forstjóri eftir að Bjarni Bjarnason óskaði eftir því við stjórn OR að stíga til hliðar meðan óháð úttekt færi fram í kjölfar fregna af óviðeigandi framkomu karlkyns stjórnenda OR við kvenkyns starfsfólk. Nýi forstjórinn var settur inn í verkefnið sem fram undan er á fundi með stjórninni. „Það var margt rætt og kynnt fyrir mér á fundinum. Ég fór af honum með ríka tilfinningu um að OR sé fyrirtæki í góðum og framsæknum rekstri. Það veit hvað það vill, hvert skal stefna og gerir það markvisst,“ segir Helga. Á fundinum var meðal annars á dagskrá umræða um drög að úttektinni sem gera á. Rætt hefur verið um það að mögulega sé óheppilegt að IER standi að úttektinni í ljósi þess að Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar. „Það liggur alveg fyrir og mig langar að undirstrika það sérstaklega að IER starfar samkvæmt mjög skýrum reglum, er algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinnur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Ég leyfi mér að trúa því að þar sé mjög faglega unnið,“ segir Helga. Auk IER munu óháðir sérfræðingar standa að úttektinni. Að sögn Helgu er slíkt nauðsynlegt þar sem verkefnið sem fram undan er sé það viðamikið að þörf er á auknum mannafla til að ljúka því hratt og örugglega. Ekki liggur fyrir hve margir utanaðkomandi aðilar munu koma að verkinu. „Það munu utanaðkomandi sérfræðingar koma að úttektinni til að tryggja enn frekar áreiðanleika og trúverðugleika hennar. Aðkoma þeirra mun einnig tryggja sérþekkingu umfram þá sem er nú þegar innan IER,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. Uppsögn og aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, varð kveikjan að því að vinnustaðamenning OR komst í kastljósið. Hún hefur gefið út að hún muni leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. „OR barst bréf frá lögmanni hennar og stjórnin fól mér að fara á fund hennar. Ég mun gera það eins fljótt og ég fæ því komið við. Dagurinn í dag og á morgun eru mjög þéttbókaðir en ég vonast til þess að ná því fyrir vikulok,“ segir Helga. Hún segir að hún fari á þann fund til að hlusta á Áslaugu en ótímabært sé að ræða hvort hún verði ráðin á ný. Aðspurð um hvort það komi til greina að vera í starfinu lengur en í tvo mánuði segir Helga að það hafi ekki verið rætt við hana um annað en mánuðina tvo og hún myndi aldrei sækjast eftir því að vera forstjóri OR til framtíðar. „Ég ætla bara að njóta þess að vera á eftirlaunum og leika mér og njóta þess að eiga börn og barnabörn,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn MeToo Orkumál Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30
Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34