Biðlistar eftir biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2018 16:40 Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt. Aðsend mynd Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53