Biðlistar eftir biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2018 16:40 Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt. Aðsend mynd Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53