Háum fjárhæðum stolið af eldra fólki um helgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2018 18:30 Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Yfirlögregluþjónn segir líkindi með öllum málunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á samfélagsmiðlum á sunnudag að upp hafi komið nokkur mál þar sem greiðslukortum hafi verið stolið af fólki og í beinu framhaldi verið reynt að taka fé út úr hraðbönkum með kortunum. Grunur leikur á að þjófarnir hafi komist yfir PIN númerin kortanna þegar þau voru notuð. „Þetta eru mjög alvarleg mál, það verður að segjast eins og er, það er hvernig ráðist er að fólki með þessu hætti,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mál komu upp um helgina þar sem sérstaklega var herjað á eldra fólk og segir Skúli að þau beri öll að með svipuðum hætti. En greinilegt sé að fylgst sé með fólki meðan það verslar og þegar það notar sín greiðslukort.Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Síðan fer ákveðið leikrit af stað þar sem fólkið er nálgast úti á bílastæði til dæmis og fólk spurt til vegar eða eitthvað svoleiðis og síðan uppgötvar fólk að veskið er bara horfið,“ segir Skúli. Skúli segir að í öllum málunum hafi þjófarnir verið ansi fljótir til að koma sér í hraðbanka til þess að taka út peninga. „Þetta eru tugir þúsunda í einhver skipti og síðan sá ég í nýjasta málinu að það var á fimmta hundrað þúsund og í þessu tilviki núna um helgina að þá voru þetta konur sem voru þolendur í öllum málunum,“ segir Skúli. Rannsókn málsins er í fullum gangi en Skúli bætir því við að málin um helgina eigi sér líkindi með öðrum málum sem komu upp fyrr í sumar. „Við erum með lýsingu frá þolendum í málunum og það ver verið að herja á okkur með skipulögðum hætti eins og í þessu og bendir allt til þess að um erlenda aðila sé að ræða sem eru að herja á okkur,“ segir Skúli. Lögreglumál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Yfirlögregluþjónn segir líkindi með öllum málunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á samfélagsmiðlum á sunnudag að upp hafi komið nokkur mál þar sem greiðslukortum hafi verið stolið af fólki og í beinu framhaldi verið reynt að taka fé út úr hraðbönkum með kortunum. Grunur leikur á að þjófarnir hafi komist yfir PIN númerin kortanna þegar þau voru notuð. „Þetta eru mjög alvarleg mál, það verður að segjast eins og er, það er hvernig ráðist er að fólki með þessu hætti,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mál komu upp um helgina þar sem sérstaklega var herjað á eldra fólk og segir Skúli að þau beri öll að með svipuðum hætti. En greinilegt sé að fylgst sé með fólki meðan það verslar og þegar það notar sín greiðslukort.Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Síðan fer ákveðið leikrit af stað þar sem fólkið er nálgast úti á bílastæði til dæmis og fólk spurt til vegar eða eitthvað svoleiðis og síðan uppgötvar fólk að veskið er bara horfið,“ segir Skúli. Skúli segir að í öllum málunum hafi þjófarnir verið ansi fljótir til að koma sér í hraðbanka til þess að taka út peninga. „Þetta eru tugir þúsunda í einhver skipti og síðan sá ég í nýjasta málinu að það var á fimmta hundrað þúsund og í þessu tilviki núna um helgina að þá voru þetta konur sem voru þolendur í öllum málunum,“ segir Skúli. Rannsókn málsins er í fullum gangi en Skúli bætir því við að málin um helgina eigi sér líkindi með öðrum málum sem komu upp fyrr í sumar. „Við erum með lýsingu frá þolendum í málunum og það ver verið að herja á okkur með skipulögðum hætti eins og í þessu og bendir allt til þess að um erlenda aðila sé að ræða sem eru að herja á okkur,“ segir Skúli.
Lögreglumál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira