Talið að Ari sé staddur erlendis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2018 10:34 Ari Rúnarsson er eftirlýstur á vef Interpol. Skjáskot/Interpol Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki. Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki.
Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06
Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06
Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33