Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 07:27 Les Moonves. Vísir/AP Les Moonves hefur látið af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun. Afsögn hans tekur gildi tafarlaust. Ásakanir á hendur Moonves birtust fyrst í blaðinu the New Yorker í júlí og sex bættust við á sunnudag. Moonves neitar öllum slíkum ásökunum og segir þær nýjustu vera ógeðfelldar. Í yfirlýsingu frá CBS segir að fyrirtækið og Moonves muni gefa 20 milljónir dollara, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna til hópa sem styrkja MeToo hreyfinguna. Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Einhver hinna meintu brota munu hafa átt sér stað þegar Moonves var einn af æðstu yfirmönnum Warner Bros. Þrjátíu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn CBS sögðu Moonves hafa stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áretni. Þeir sögðu starfsmenn sem hafi orðið uppvísir af slíkri hefðun hafa fengið stöðuhækkanir og þolendum hafi verið greitt fyrir þagmælsku. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Eftir að fyrstu sex konurnar sökuðu Moonves um að hafa brotið á sér réði stjórn CBS lögfræðinga til að rannsaka ásakanirnar. Þeirri rannsókn er ekki lokið og hefur stjórn CBS ákveðið að ekki verði farið út í hvað Moonves verði greitt fyrir að láta af störfum fyrr en rannsókninni lýkur. Búist er við því að hann muni fá margar milljónir dala, samkvæmt Washington Post. Þá verður helmingi stjórnar CBS skipt út og hafa þrjár konur þegar verið ráðnar. MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Les Moonves hefur látið af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun. Afsögn hans tekur gildi tafarlaust. Ásakanir á hendur Moonves birtust fyrst í blaðinu the New Yorker í júlí og sex bættust við á sunnudag. Moonves neitar öllum slíkum ásökunum og segir þær nýjustu vera ógeðfelldar. Í yfirlýsingu frá CBS segir að fyrirtækið og Moonves muni gefa 20 milljónir dollara, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna til hópa sem styrkja MeToo hreyfinguna. Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Einhver hinna meintu brota munu hafa átt sér stað þegar Moonves var einn af æðstu yfirmönnum Warner Bros. Þrjátíu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn CBS sögðu Moonves hafa stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áretni. Þeir sögðu starfsmenn sem hafi orðið uppvísir af slíkri hefðun hafa fengið stöðuhækkanir og þolendum hafi verið greitt fyrir þagmælsku. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Eftir að fyrstu sex konurnar sökuðu Moonves um að hafa brotið á sér réði stjórn CBS lögfræðinga til að rannsaka ásakanirnar. Þeirri rannsókn er ekki lokið og hefur stjórn CBS ákveðið að ekki verði farið út í hvað Moonves verði greitt fyrir að láta af störfum fyrr en rannsókninni lýkur. Búist er við því að hann muni fá margar milljónir dala, samkvæmt Washington Post. Þá verður helmingi stjórnar CBS skipt út og hafa þrjár konur þegar verið ráðnar.
MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira