Sjáðu Maradona taka Víkingaklappið í Mexíkó: "Ég var veikur í fjórtán ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 09:30 Diego Maradona. Vísir/Getty Diego Maradona er tekinn við liði Dorados de Sinaloa frá Mexíkó og ætlar þar að reyna að endurbyggja þjálfaraferill sinn. Maradona er orðinn 57 ára gamall og hefur gengið í gegnum ýmislegt á ævinni. Baráttan við eiturlyfjafíknina hefur sett mikinn svip á hans líf og margir hafa því áhyggjur að sjá hann kominn til Mexíkó. Ekki síst þar sem hann er kominn til Culiacan þar sem Sinaloa-eiturlyfjahringurinn ræður ríkjum. Það var eiturlyfjabaróninn El Chapo Guzman sem stofnaði þau samtök og hann bjó í Culiacan. Maradona ræddi fíkn sína og framhaldið þegar hann hitti blaðamenn í tilefni af ráðningunni. Hann segist nú tilbúinn í heilbrigðara líferni. „Ég vil gefa Dorados það sem ég týndi þegar ég var veikur,“ sagði Diego Maradona sem er kominn á sömu slóðir og hann leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils sumarið 1986 með stórkostlegri frammistöðu inn á vellinum.pic.twitter.com/5pv5BBYw6y — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018„Ég var veikur í fjórtán ár. Nú vil ég sjá sólina og fara að sofa á kvöldin. Ég var ekki einu sinni vanur því að leggjast í rúmið. Ég vissi ekki hvað koddi var. Þess vegna tók ég tilboðinu frá Dorados,“ sagði Maradona. Maradona hefur reynt fyrir sér sem þjálfari hjá argentínska landsliðinu, og arabísku félögunum Al Wasl og Fujairah. Maradona var boðinn velkominn hjá Dorados de Sinaloa í gær og þar þakkaði hann fyrir móttökurnar með því að taka Víkingaklappið með leikmönnum og stuðningsmönnum. Það má sjá það hér fyrir neðan.Haciendo click. pic.twitter.com/cqD0GdEJcp — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018Maradona mætti á HM í Rússlandi í sumar og sá meðal annars leik Íslands og Argentínu. Hann virðist hafa lært Víkingaklappið í leiðinni. Hann var búinn að taka að sér starf stjórnarformanns hjá Dinamo Brest í Hvíta Rússlandi fyrr á þessu áru en ekki er vitað hvað þessu ráðning, til liðs hinum megin á hnettinum, muni enda það ævintýri. „Ég vil vera lengi hjá Dorados,“ sagði Maradona sem lofar endurbótum á sínu lífi. „Fólk getur sagt margt um mig. Ég var á niðurleið og var fara illa með mig. Það var skref aftur á bak en fótboltinn er skref fram á við. Allt er breytt hjá mér og ég þakka dætrum mínum fyrir það,“ sagði Maradona. Það var vel tekið á móti kappanum eins og sést hér fyrir neðan.El D1eg0 de la gente. #HazlaDeDiezpic.twitter.com/IjK6Sh5Mxf — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Diego Maradona er tekinn við liði Dorados de Sinaloa frá Mexíkó og ætlar þar að reyna að endurbyggja þjálfaraferill sinn. Maradona er orðinn 57 ára gamall og hefur gengið í gegnum ýmislegt á ævinni. Baráttan við eiturlyfjafíknina hefur sett mikinn svip á hans líf og margir hafa því áhyggjur að sjá hann kominn til Mexíkó. Ekki síst þar sem hann er kominn til Culiacan þar sem Sinaloa-eiturlyfjahringurinn ræður ríkjum. Það var eiturlyfjabaróninn El Chapo Guzman sem stofnaði þau samtök og hann bjó í Culiacan. Maradona ræddi fíkn sína og framhaldið þegar hann hitti blaðamenn í tilefni af ráðningunni. Hann segist nú tilbúinn í heilbrigðara líferni. „Ég vil gefa Dorados það sem ég týndi þegar ég var veikur,“ sagði Diego Maradona sem er kominn á sömu slóðir og hann leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils sumarið 1986 með stórkostlegri frammistöðu inn á vellinum.pic.twitter.com/5pv5BBYw6y — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018„Ég var veikur í fjórtán ár. Nú vil ég sjá sólina og fara að sofa á kvöldin. Ég var ekki einu sinni vanur því að leggjast í rúmið. Ég vissi ekki hvað koddi var. Þess vegna tók ég tilboðinu frá Dorados,“ sagði Maradona. Maradona hefur reynt fyrir sér sem þjálfari hjá argentínska landsliðinu, og arabísku félögunum Al Wasl og Fujairah. Maradona var boðinn velkominn hjá Dorados de Sinaloa í gær og þar þakkaði hann fyrir móttökurnar með því að taka Víkingaklappið með leikmönnum og stuðningsmönnum. Það má sjá það hér fyrir neðan.Haciendo click. pic.twitter.com/cqD0GdEJcp — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018Maradona mætti á HM í Rússlandi í sumar og sá meðal annars leik Íslands og Argentínu. Hann virðist hafa lært Víkingaklappið í leiðinni. Hann var búinn að taka að sér starf stjórnarformanns hjá Dinamo Brest í Hvíta Rússlandi fyrr á þessu áru en ekki er vitað hvað þessu ráðning, til liðs hinum megin á hnettinum, muni enda það ævintýri. „Ég vil vera lengi hjá Dorados,“ sagði Maradona sem lofar endurbótum á sínu lífi. „Fólk getur sagt margt um mig. Ég var á niðurleið og var fara illa með mig. Það var skref aftur á bak en fótboltinn er skref fram á við. Allt er breytt hjá mér og ég þakka dætrum mínum fyrir það,“ sagði Maradona. Það var vel tekið á móti kappanum eins og sést hér fyrir neðan.El D1eg0 de la gente. #HazlaDeDiezpic.twitter.com/IjK6Sh5Mxf — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira