Eigendur Pablo Discobar taka við rekstri Jamie's Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 06:30 Jamie's Italian var opnaður í júlímánuði í fyrra. Vísir/Anton Brink Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira