Herða árásir á Google Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2018 11:56 Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn. Vísir/AP Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki. Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki.
Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira