Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræði Höskuldur Kári Schram skrifar 13. september 2018 18:45 Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira