Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræði Höskuldur Kári Schram skrifar 13. september 2018 18:45 Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira