Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2018 12:00 Karlmaður hefur verið ákærður í tengslum við líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum haustið 2016. Vísir/Óskar P. Friðriksson Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling. Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling.
Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00