Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 13:41 Svavar Geir segir að þau á Urriðavelli hafi orðið meira vör við ref þetta sumarið en oftast áður. Svavar Geir Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir Dýr Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir
Dýr Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira