Segja þjóðir grafa undan refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2018 10:04 Bandaríkin vilja koma í veg fyrir að Norður-Kórea hafi aðgang að reiðuféi sem það notar til að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins. Vísir/AP Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46
Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55
Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03