Segir frumvarp um mannanöfn frelsismál hinsegin fólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 13:03 Þorsteinn Víglundsson er flutningsmaður frumvarpsins Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst leggja fram frumvarp um mannanöfn þess efnis að binda endi á opinber afskipti í slíkum ákvörðunum. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Málið er nú endurflutt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem allsherjar- og menntamálanefnd aflaði. Þorsteinn Víglundsson, flutningsmaður segir að um frelsismál sé að ræða sem hafi mikla þýðingu fyrir réttindi hinsegin fólks. „Frumvarpið snýr í grundvallaratriðum að frelsi fólks til að ákveða eigið nafn eða nafn barna sinna og binda endi á opinber afskipti af slíkri ákvörðun. Þetta er ákveðið frelsismál og það sem skiptir miklu máli eru réttindi hinsegin fólks til að bæði skipta um nöfn, en einnig að breyta kynskráningu sinni. Þetta dregur því verulega úr þeim hömlum sem í dag eru á slíku ferli. Í frjálslyndu samfélagi eigum við ekki að hafa ríkisafskipti af því hvað fólk heitir eða hvernig það kýs að breyta nafni sínu frá einum tíma til annars,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið er á dagskrá þingsins á morgun og vonar Þorsteinn að málið komist hratt til nefndar og ljúki á þessu þingi. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. „Það eru vafalítið skiptar skoðanir um þetta. Ég held að þetta snúi auðvitað fyrst og fremst um það hvort þingheimur styðji frelsi einstaklingsins til að ákvarða þetta sjálft. Við getu sagt að þetta endurspegli ákveðin átök milli frelsis og forræðishyggju. Ég hlakka til umræðunnar um það,“ segir Þorsteinn.Hér er hægt að lesa frumvarpið. Stj.mál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst leggja fram frumvarp um mannanöfn þess efnis að binda endi á opinber afskipti í slíkum ákvörðunum. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Málið er nú endurflutt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem allsherjar- og menntamálanefnd aflaði. Þorsteinn Víglundsson, flutningsmaður segir að um frelsismál sé að ræða sem hafi mikla þýðingu fyrir réttindi hinsegin fólks. „Frumvarpið snýr í grundvallaratriðum að frelsi fólks til að ákveða eigið nafn eða nafn barna sinna og binda endi á opinber afskipti af slíkri ákvörðun. Þetta er ákveðið frelsismál og það sem skiptir miklu máli eru réttindi hinsegin fólks til að bæði skipta um nöfn, en einnig að breyta kynskráningu sinni. Þetta dregur því verulega úr þeim hömlum sem í dag eru á slíku ferli. Í frjálslyndu samfélagi eigum við ekki að hafa ríkisafskipti af því hvað fólk heitir eða hvernig það kýs að breyta nafni sínu frá einum tíma til annars,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið er á dagskrá þingsins á morgun og vonar Þorsteinn að málið komist hratt til nefndar og ljúki á þessu þingi. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. „Það eru vafalítið skiptar skoðanir um þetta. Ég held að þetta snúi auðvitað fyrst og fremst um það hvort þingheimur styðji frelsi einstaklingsins til að ákvarða þetta sjálft. Við getu sagt að þetta endurspegli ákveðin átök milli frelsis og forræðishyggju. Ég hlakka til umræðunnar um það,“ segir Þorsteinn.Hér er hægt að lesa frumvarpið.
Stj.mál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira