Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 19:16 Hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar við Lækjargötu. Vísir/Pjetur Þórður Ásmundsson tók ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var í síðustu viku að Þórður ætti að taka tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni eftir að Bjarna Má Júlíussyni hafði verið sagt upp störfum vegna óeðlilegrar hegðunar í garð undirmanna.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því kvöld að stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið tilkynnt seint á föstudag að Þórður væri sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Var ákveðið í framhaldinu að Þórður færi í leyfi frá störfum og var stjórn Orku náttúrunnar tilkynnt um það, en Þórður var áður forstöðumaður hjá ON. Sagði fréttastofa RÚV frá því að ásakanir um kynferðisbrot tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og eiga brotin að hafa átt sér stað áður en hann hóf þar störf. Fréttastofa RÚV ræddi við Eirík Hjálmarsson, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, sem sagði Þórð í leyfi frá störfum og framhaldið óvíst vegna þessara ásakana. Tók Eiríkur fram að ekki lægju fyrir neinar kvartanir frá starfsfólki vegna Þórðar. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, tilkynnti rétt fyrir klukkan sjö í kvöld að hann hafi óskað eftir því við stjórnarformann OR að stíga tímabundið til hliðar á meðan mál innan Orkuveitu Reykjavíkur verða könnuð nánar. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Þórður Ásmundsson tók ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var í síðustu viku að Þórður ætti að taka tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni eftir að Bjarna Má Júlíussyni hafði verið sagt upp störfum vegna óeðlilegrar hegðunar í garð undirmanna.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því kvöld að stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið tilkynnt seint á föstudag að Þórður væri sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Var ákveðið í framhaldinu að Þórður færi í leyfi frá störfum og var stjórn Orku náttúrunnar tilkynnt um það, en Þórður var áður forstöðumaður hjá ON. Sagði fréttastofa RÚV frá því að ásakanir um kynferðisbrot tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og eiga brotin að hafa átt sér stað áður en hann hóf þar störf. Fréttastofa RÚV ræddi við Eirík Hjálmarsson, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, sem sagði Þórð í leyfi frá störfum og framhaldið óvíst vegna þessara ásakana. Tók Eiríkur fram að ekki lægju fyrir neinar kvartanir frá starfsfólki vegna Þórðar. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, tilkynnti rétt fyrir klukkan sjö í kvöld að hann hafi óskað eftir því við stjórnarformann OR að stíga tímabundið til hliðar á meðan mál innan Orkuveitu Reykjavíkur verða könnuð nánar.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19