Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2018 18:54 Colin Kaepernick tók fyrstur af skarið og lagðist á hné á meðan þjóðsöngurinn var sunginn til þess að mótmæla kynþáttamisrétti. NFL-deildin sektar nú lið ef leikmenn þess leika þetta eftir. Vísir/EPA Ákvörðun íþróttavörurisans Nike um að gera Colin Kaepernick að nýju andliti auglýsingaherferðar sinnar hefur farið fyrir brjóstið á sumum viðskiptavinum þess. Einhverjir þeirra hafa birt myndir af sér að brenna eða klippa í sundur klæðnað frá Nike. Nike tilkynnti í gær að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Kaepernick hefur vakið mikla athygli fyrir ötula baráttu gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi. Hann hefur til dæmis sýnt andóf með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var sunginn fyrir leiki. Andófið hefur þó reynst Kaepernick dýrkeypt því NFL-liðin hafa sett hann út í kuldann. Í tilkynningu sem Nike sendi frá sér er því haldið fram að Kaepernick sé á meðal áhrifamestu íþróttamönnum sinnar kynslóðar.Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoIt pic.twitter.com/SRWkMIDdaO— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018 Ekki eru þó allir ánægðir með ákvörðun íþróttarisans Nike því fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framtakið undir myllumerkinu #JustBurnIt á samfélagsmiðlum. Það er leikur að orðum því slagorð Nike er „Just do it,“ sem gæti útleggst sem „kýldu bara á það“. Í tístum og stöðuuppfærslum hafa andstæðingar leikstjórnandans lýst því yfir að þeir hyggist eyðileggja og brenna Nike-vörurnar. Rúmlega 800 tíst undir myllumerkinu #JustBurnIt hafa birst á samskiptamiðlinum Twitter frá því tilkynningin var gefin út.#JustBurnIt -have you burned your Nike gear? https://t.co/Io7iJITIMy— Humanist Film (@HumanistFilm) September 4, 2018 Black Lives Matter NFL Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Sjá meira
Ákvörðun íþróttavörurisans Nike um að gera Colin Kaepernick að nýju andliti auglýsingaherferðar sinnar hefur farið fyrir brjóstið á sumum viðskiptavinum þess. Einhverjir þeirra hafa birt myndir af sér að brenna eða klippa í sundur klæðnað frá Nike. Nike tilkynnti í gær að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Kaepernick hefur vakið mikla athygli fyrir ötula baráttu gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi. Hann hefur til dæmis sýnt andóf með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var sunginn fyrir leiki. Andófið hefur þó reynst Kaepernick dýrkeypt því NFL-liðin hafa sett hann út í kuldann. Í tilkynningu sem Nike sendi frá sér er því haldið fram að Kaepernick sé á meðal áhrifamestu íþróttamönnum sinnar kynslóðar.Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoIt pic.twitter.com/SRWkMIDdaO— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018 Ekki eru þó allir ánægðir með ákvörðun íþróttarisans Nike því fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framtakið undir myllumerkinu #JustBurnIt á samfélagsmiðlum. Það er leikur að orðum því slagorð Nike er „Just do it,“ sem gæti útleggst sem „kýldu bara á það“. Í tístum og stöðuuppfærslum hafa andstæðingar leikstjórnandans lýst því yfir að þeir hyggist eyðileggja og brenna Nike-vörurnar. Rúmlega 800 tíst undir myllumerkinu #JustBurnIt hafa birst á samskiptamiðlinum Twitter frá því tilkynningin var gefin út.#JustBurnIt -have you burned your Nike gear? https://t.co/Io7iJITIMy— Humanist Film (@HumanistFilm) September 4, 2018
Black Lives Matter NFL Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Sjá meira