Jón Dagur: Kemst ekki í A-landsliðið spilandi varaliðsbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 17:00 Jón Dagur Þorsteinsson spilar í Danmörku í vetur. vísir/vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður U21 árs landsliðs karla í fótbolta, verður í eldlínunni með strákunum okkar þegar að þeir mæta Eistlandi hér heima á fimmtudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jón er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham en var lánaður til Vendyssel í dönsku B-deildinni í síðustu viku þar sem að hann fær nú að spila reglulega alvöru fótbolta. Hann hefur verið fastamaður í varaliði Fulham og verið einn besti leikmaður þess liðs. „Maður var orðinn svolítið þreyttur á þessum varaliðsbolta. Það er gott að komast í umhverfi þar sem maður sér fram á að spila með aðallinu og geta komið ferlinum af stað. Ég er mjög sáttur og jákvæður á framhaldið,“ segir Jón Dagur sem taldi sig þurfa að fara núna.Hat-trick hero @jondagur when @FulhamFC U23 won @Wolves U23 4-1. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/7prBMA9EUO — Total Football (@totalfl) October 24, 2017 „Það var margt sem að spilaði inn í. Fulham byrjaði illa. Þá var erfitt að fá tækifæri og svo þegar að líða fór á tímabilið vann liðið hvern einasta leik. Gengi liðsins hjálpaði mér ekkert en auðvitað vill maður fá tækifæri,“ segir hann. „Um leið og að liðið fór upp í úrvalsdeildina vissi ég strax að ég þyrfti að fara á lán til að spila einhvern bolta. Fulham fékk fullt af peningum fyrir að komast upp og pressan er mikil þannig að það er erfitt að fá sénsinn fyrst í úrvalsdeildinni. Ég þurfti því að fara annað til að fá séns,“ segir Jón Dagur. Jón Dagur hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands nær allan sinn feril og nú eru nýir tímar hjá A-landsliðinu. Stökkið upp í það fyrir öfluga vængmenn er kannski ekkert svo stórt ef hann nýtir sín tækifæri í Danmörku. „Maður kemst ekkert í A-landsliðið ef maður er að spila einhvern varaliðsbolta. Ég leit á þetta þannig að ég þyrfti að koma mér í aðalliðsbolta til að vera inn í myndinni. Maður þarf samt að spila fyrst og sjá hvað gerist,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Albert Guðmundsson sér ekki eftir einni sekúndu hjá PSV Eindhoven. 5. september 2018 14:30 „Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 4. september 2018 20:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður U21 árs landsliðs karla í fótbolta, verður í eldlínunni með strákunum okkar þegar að þeir mæta Eistlandi hér heima á fimmtudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jón er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham en var lánaður til Vendyssel í dönsku B-deildinni í síðustu viku þar sem að hann fær nú að spila reglulega alvöru fótbolta. Hann hefur verið fastamaður í varaliði Fulham og verið einn besti leikmaður þess liðs. „Maður var orðinn svolítið þreyttur á þessum varaliðsbolta. Það er gott að komast í umhverfi þar sem maður sér fram á að spila með aðallinu og geta komið ferlinum af stað. Ég er mjög sáttur og jákvæður á framhaldið,“ segir Jón Dagur sem taldi sig þurfa að fara núna.Hat-trick hero @jondagur when @FulhamFC U23 won @Wolves U23 4-1. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/7prBMA9EUO — Total Football (@totalfl) October 24, 2017 „Það var margt sem að spilaði inn í. Fulham byrjaði illa. Þá var erfitt að fá tækifæri og svo þegar að líða fór á tímabilið vann liðið hvern einasta leik. Gengi liðsins hjálpaði mér ekkert en auðvitað vill maður fá tækifæri,“ segir hann. „Um leið og að liðið fór upp í úrvalsdeildina vissi ég strax að ég þyrfti að fara á lán til að spila einhvern bolta. Fulham fékk fullt af peningum fyrir að komast upp og pressan er mikil þannig að það er erfitt að fá sénsinn fyrst í úrvalsdeildinni. Ég þurfti því að fara annað til að fá séns,“ segir Jón Dagur. Jón Dagur hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands nær allan sinn feril og nú eru nýir tímar hjá A-landsliðinu. Stökkið upp í það fyrir öfluga vængmenn er kannski ekkert svo stórt ef hann nýtir sín tækifæri í Danmörku. „Maður kemst ekkert í A-landsliðið ef maður er að spila einhvern varaliðsbolta. Ég leit á þetta þannig að ég þyrfti að koma mér í aðalliðsbolta til að vera inn í myndinni. Maður þarf samt að spila fyrst og sjá hvað gerist,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Albert Guðmundsson sér ekki eftir einni sekúndu hjá PSV Eindhoven. 5. september 2018 14:30 „Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 4. september 2018 20:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Albert Guðmundsson sér ekki eftir einni sekúndu hjá PSV Eindhoven. 5. september 2018 14:30
„Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 4. september 2018 20:30