Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. Hann er pirraður yfir því að heimurinn virðist ekki trúa því að Norður-Kórea ætli sér að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þetta kom fram í máli embættismanna frá Suður-Kóreu í morgun eftir að þeir fóru til Pyongyang og ræddu við Kim. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu mun ferðast til Pyongyang og funda með Kim 18. til 20. september og verður það í þriðja seinn frá því í apríl sem þeir funda.Embættismennirnir segjast hafa flutt skilaboð frá Donald Trump til Kim og að Trump muni fá svar einræðisherrans í dag. Norður-Kóreumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í staðinn fyrir stök skref sem þeir taka í afkjarnavopnun. Þeir segja að Bandaríkin geti ekki búist við því að Norður-Kórea muni láta vopn sín af hendi á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingunum. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar ekki tekið það í mál og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur farið víða um heiminn að undanförnu og rætt nauðsyn þess að halda þrýstingi á Norður-Kóreu.Kim hét því, á fundi með embættismönnunum frá Suður-Kóreu, að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn en vert er að benda á það að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð neinar vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi hætt eða dregið úr kjarnorkuvopnaáætlun sinni.Á fundi Kim og embættismannanna sagði einræðisherrann einnig að hann hefði enn trú á Trump, þrátt fyrir bakslag í sambandi þeirra, og ítrekaði að hann hefði aldrei talað illa um forsetann bandaríska. Jafnvel ekki við sína nánustu ráðgjafa. Trump virðist ánægður með yfirlýsingu Kim ef marka má Twittersíðu hans.Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 6, 2018 Norður-Kórea Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. Hann er pirraður yfir því að heimurinn virðist ekki trúa því að Norður-Kórea ætli sér að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þetta kom fram í máli embættismanna frá Suður-Kóreu í morgun eftir að þeir fóru til Pyongyang og ræddu við Kim. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu mun ferðast til Pyongyang og funda með Kim 18. til 20. september og verður það í þriðja seinn frá því í apríl sem þeir funda.Embættismennirnir segjast hafa flutt skilaboð frá Donald Trump til Kim og að Trump muni fá svar einræðisherrans í dag. Norður-Kóreumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í staðinn fyrir stök skref sem þeir taka í afkjarnavopnun. Þeir segja að Bandaríkin geti ekki búist við því að Norður-Kórea muni láta vopn sín af hendi á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingunum. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar ekki tekið það í mál og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur farið víða um heiminn að undanförnu og rætt nauðsyn þess að halda þrýstingi á Norður-Kóreu.Kim hét því, á fundi með embættismönnunum frá Suður-Kóreu, að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn en vert er að benda á það að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð neinar vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi hætt eða dregið úr kjarnorkuvopnaáætlun sinni.Á fundi Kim og embættismannanna sagði einræðisherrann einnig að hann hefði enn trú á Trump, þrátt fyrir bakslag í sambandi þeirra, og ítrekaði að hann hefði aldrei talað illa um forsetann bandaríska. Jafnvel ekki við sína nánustu ráðgjafa. Trump virðist ánægður með yfirlýsingu Kim ef marka má Twittersíðu hans.Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 6, 2018
Norður-Kórea Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira