Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 19:39 Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins vakti athygli á þessu á fundi borgarráðs þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir hækkun á leiguverði félagsbústaða og lélegan aðbúnað láglaunafólks borgarinnar. Það var rætt á fundi þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Rekstur A hluta borgarinnar er jákvæður um tæplega fjóra milljarða og segir borgarstjóri í tilkynningu að verið sé að sækja fram í borginni en einnig skila sterkri rekstrarniðurstöðu. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins segir að einmitt í ljósi þessa skilji hún ekki tillögu um að hækka leiguverð enn frekar hjá Félagsbústöðum. Leiguverðið hafi nú þegar hækkað um fimm prósent og lagt sé til tvö prósent í viðbót. „Þetta eru mjög viðkvæmir hópar. Þetta eru einstaklingar á örorku, lífeyrisþegar, fátækt fólk, einstæðir foreldrar. Fólk sem getur ekki mætt auka fjárútlátum. Þótt þetta séu nokkrir þúsund kallar þá er það gríðarlega mikill peningur fyrir fátækt fólk,“ segir Sanna magdalena. Hún segir einnig sláandi að sjá 357 milljón króna útgjöld vegna langtímaveikinda starfsfólks í grunnskólum, leikskólum og á frístundaheimilum, og það aðeins á sex mánaða tímabili. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun mikið álag, mannekla.“ Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. „Náttúrulega stytting vinnuvikunnar, það er gríðarlega mikilvægt, og þetta er jafnvel ekki eina starfið sem fólk er í, mætir í aðra vinnu eftir fullan vinnudag þannig að þetta tengist líka húsnæðismarkaðnum og sérstaklega ef öll launin fara í leigu þannig að þetta er samspil margra þátt.“ Vinnumarkaður Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Sjá meira
Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins vakti athygli á þessu á fundi borgarráðs þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir hækkun á leiguverði félagsbústaða og lélegan aðbúnað láglaunafólks borgarinnar. Það var rætt á fundi þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Rekstur A hluta borgarinnar er jákvæður um tæplega fjóra milljarða og segir borgarstjóri í tilkynningu að verið sé að sækja fram í borginni en einnig skila sterkri rekstrarniðurstöðu. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins segir að einmitt í ljósi þessa skilji hún ekki tillögu um að hækka leiguverð enn frekar hjá Félagsbústöðum. Leiguverðið hafi nú þegar hækkað um fimm prósent og lagt sé til tvö prósent í viðbót. „Þetta eru mjög viðkvæmir hópar. Þetta eru einstaklingar á örorku, lífeyrisþegar, fátækt fólk, einstæðir foreldrar. Fólk sem getur ekki mætt auka fjárútlátum. Þótt þetta séu nokkrir þúsund kallar þá er það gríðarlega mikill peningur fyrir fátækt fólk,“ segir Sanna magdalena. Hún segir einnig sláandi að sjá 357 milljón króna útgjöld vegna langtímaveikinda starfsfólks í grunnskólum, leikskólum og á frístundaheimilum, og það aðeins á sex mánaða tímabili. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun mikið álag, mannekla.“ Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. „Náttúrulega stytting vinnuvikunnar, það er gríðarlega mikilvægt, og þetta er jafnvel ekki eina starfið sem fólk er í, mætir í aðra vinnu eftir fullan vinnudag þannig að þetta tengist líka húsnæðismarkaðnum og sérstaklega ef öll launin fara í leigu þannig að þetta er samspil margra þátt.“
Vinnumarkaður Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Sjá meira