Undirbúa hópmálsókn vegna hækkunar á fasteignagjöldum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Hvergi á landinu eru jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fréttablaðið/hag Grímsnes- og Grafningshreppur á yfir höfði sér hópmálsókn sumarhúsaeigenda vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að hækka fasteignagjöld hjá öllum þeim sem sækja um leyfi til 90 daga heimagistingar. Lögmaður sumarhúsaeigendanna segir enga lagastoð fyrir gjaldtökunni og að sveitarfélagið hunsi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar en sveitarstjóri segir að bíða þurfi niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Sveitarfélagið tók ákvörðun um að reikna fasteignagjöld á viðkomandi sumarhús samkvæmt gjaldstofni atvinnuhúsnæðis í 90 daga sem eru um fjórum sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Gjaldtakan er óháð því hvort eigandi sumarhússins leigi út í 90 daga eða engan dag. Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður sækir málið fyrir sumarhúsaeigendurna. Hann telur skorta fullnægjandi lagastoð fyrir gjaldtökunni. „Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er sérstaklega tekið fram að heimagisting teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laganna um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta getur vart verið skýrara í mínum huga,“ segir Einar. „Rök sveitarfélagsins fyrir því að skattleggja heimagistingu sem atvinnustarfsemi á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga eru því haldlaus með öllu.“Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.Um eitt og hálft ár er frá því að sveitarfélagið tók ákvörðun um gjaldtökuna. Einn sumarhúsaeigandi skaut málinu til yfirfasteignamatsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að álagður fasteignaskattur á sumarhús sem er skráð til útleigu heimagistingar í Grímsnes- og Grafningshreppi skyldi að öllu leyti miðast við íbúðarhúsnæði. „Sveitarfélagið hefur hunsað þessa niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndarinnar og lagði á fasteignagjöld fyrir árið 2018 með sama hætti og áður,“ segir Einar. Aðspurður segir hann að nokkrir sumarhúsaeigendur hafi leitað til hans en slagkrafturinn verði meiri eftir því sem fleiri koma að. Þá segir hann mikla hagsmuni í húfi enda séu hvergi á landinu jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri segir sveitarfélagið bíða niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt verði að taka ákvörðun um framhald gjaldtökunnar. „Sveitarstjórn samþykkti að höfða viðurkenningarmál á álagningu fasteignagjalda eftir úrskurð yfirfasteignamatsnefndar fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna þess að okkur fannst úrskurðurinn stangast á við aðra úrskurði nefndarinnar,“ segir Ingibjörg. „Við búumst við niðurstöðu í málinu um miðjan október en þangað til höldum við okkar striki. Ef niðurstaðan er sú að við séum að innheimta fasteignagjöld á rangan hátt þá leiðréttum við það að sjálfsögðu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Skattar og tollar Skipulag Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Grímsnes- og Grafningshreppur á yfir höfði sér hópmálsókn sumarhúsaeigenda vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að hækka fasteignagjöld hjá öllum þeim sem sækja um leyfi til 90 daga heimagistingar. Lögmaður sumarhúsaeigendanna segir enga lagastoð fyrir gjaldtökunni og að sveitarfélagið hunsi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar en sveitarstjóri segir að bíða þurfi niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Sveitarfélagið tók ákvörðun um að reikna fasteignagjöld á viðkomandi sumarhús samkvæmt gjaldstofni atvinnuhúsnæðis í 90 daga sem eru um fjórum sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Gjaldtakan er óháð því hvort eigandi sumarhússins leigi út í 90 daga eða engan dag. Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður sækir málið fyrir sumarhúsaeigendurna. Hann telur skorta fullnægjandi lagastoð fyrir gjaldtökunni. „Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er sérstaklega tekið fram að heimagisting teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laganna um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta getur vart verið skýrara í mínum huga,“ segir Einar. „Rök sveitarfélagsins fyrir því að skattleggja heimagistingu sem atvinnustarfsemi á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga eru því haldlaus með öllu.“Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.Um eitt og hálft ár er frá því að sveitarfélagið tók ákvörðun um gjaldtökuna. Einn sumarhúsaeigandi skaut málinu til yfirfasteignamatsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að álagður fasteignaskattur á sumarhús sem er skráð til útleigu heimagistingar í Grímsnes- og Grafningshreppi skyldi að öllu leyti miðast við íbúðarhúsnæði. „Sveitarfélagið hefur hunsað þessa niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndarinnar og lagði á fasteignagjöld fyrir árið 2018 með sama hætti og áður,“ segir Einar. Aðspurður segir hann að nokkrir sumarhúsaeigendur hafi leitað til hans en slagkrafturinn verði meiri eftir því sem fleiri koma að. Þá segir hann mikla hagsmuni í húfi enda séu hvergi á landinu jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri segir sveitarfélagið bíða niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt verði að taka ákvörðun um framhald gjaldtökunnar. „Sveitarstjórn samþykkti að höfða viðurkenningarmál á álagningu fasteignagjalda eftir úrskurð yfirfasteignamatsnefndar fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna þess að okkur fannst úrskurðurinn stangast á við aðra úrskurði nefndarinnar,“ segir Ingibjörg. „Við búumst við niðurstöðu í málinu um miðjan október en þangað til höldum við okkar striki. Ef niðurstaðan er sú að við séum að innheimta fasteignagjöld á rangan hátt þá leiðréttum við það að sjálfsögðu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Skattar og tollar Skipulag Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira