Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 07:30 Guðmundur Guðmundsson segir strákana hér heima í góðu umhverfi. vísir/getty „Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
„Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00
Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15