Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 07:30 Guðmundur Guðmundsson segir strákana hér heima í góðu umhverfi. vísir/getty „Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
„Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00
Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15