Tilfinningaþrungnir endurfundir í Norður-Kóreu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2018 22:02 Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Vísir/AP Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira