Tilvistarkreppan í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2018 07:00 Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumar vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira