Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2018 19:45 Heiðar Logi er einn besti brimbretakappi landsins. Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Heiðar Loga á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Heiðar fór á fætur fyrir alla aldir í morgun og tók flug til Ísafjarðar klukkan átta. Seinna um daginn steig hann upp í þyrlu og var skutlað yfir í Málmey. „Ég ætla taka með mér veiðistöng og lámarksnauðsynjar og ég ætla bara að bjarga mér. Enginn aðstoð frá neinum en ég verð með síma og ætla sýna frá þessu á Snapchat (heidarlogi). Ef þetta klikkar allt, þá get ég alltaf hringt,“ segir Heiðar Logi sem verður með fullt af hleðslubönkum með sér til að hlaða græjurnar. Heiðar segist vera mest stressaður fyrir því að hann finni engan eldivið og geti því ekki soðið vatn. „Ef það gerist þá get ég ekki hitað mér vatn og ekki eldað mér fisk og þá endar maður kannski á því að borða sushi eða einhverskonar hráan mat.“ Þessi vinsæli brimbrettakappi er vanur að ferðast um land allt á húsbílnum sínum og þekkir hvern krók og kima, en tjaldið heillar hann ekkert sérstaklega mikið.En er hann góður veiðimaður? „Ég er ekki góður veiðimaður en ég er fínn að bjarga mér úti í náttúrunni. Ég hef eytt miklum tíma út í náttúrunni, keyrandi um í húsbílnum og gisti hvar sem er, en þetta er aðeins öðruvísi og ég er ekki vanur að vera í tjaldi.“Er ekki algjör bilun að gera þetta?„Sumum kannski finnst það. Fyrir mér er þetta bara áskorun. Maður getur alveg verið án matar í fjóra daga í versta falli. Það verður rigning og örugglega ekkert mál að ná sér í vatn. Ég er ekki að búast við að þetta verði auðvelt en býst ekki við því að þetta verði auðvelt.“ Fylgst verður með Heiðari Loga og hans ævintýrum í Málmey næstu fjóra daga á Vísi. Skagafjörður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Heiðar Loga á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Heiðar fór á fætur fyrir alla aldir í morgun og tók flug til Ísafjarðar klukkan átta. Seinna um daginn steig hann upp í þyrlu og var skutlað yfir í Málmey. „Ég ætla taka með mér veiðistöng og lámarksnauðsynjar og ég ætla bara að bjarga mér. Enginn aðstoð frá neinum en ég verð með síma og ætla sýna frá þessu á Snapchat (heidarlogi). Ef þetta klikkar allt, þá get ég alltaf hringt,“ segir Heiðar Logi sem verður með fullt af hleðslubönkum með sér til að hlaða græjurnar. Heiðar segist vera mest stressaður fyrir því að hann finni engan eldivið og geti því ekki soðið vatn. „Ef það gerist þá get ég ekki hitað mér vatn og ekki eldað mér fisk og þá endar maður kannski á því að borða sushi eða einhverskonar hráan mat.“ Þessi vinsæli brimbrettakappi er vanur að ferðast um land allt á húsbílnum sínum og þekkir hvern krók og kima, en tjaldið heillar hann ekkert sérstaklega mikið.En er hann góður veiðimaður? „Ég er ekki góður veiðimaður en ég er fínn að bjarga mér úti í náttúrunni. Ég hef eytt miklum tíma út í náttúrunni, keyrandi um í húsbílnum og gisti hvar sem er, en þetta er aðeins öðruvísi og ég er ekki vanur að vera í tjaldi.“Er ekki algjör bilun að gera þetta?„Sumum kannski finnst það. Fyrir mér er þetta bara áskorun. Maður getur alveg verið án matar í fjóra daga í versta falli. Það verður rigning og örugglega ekkert mál að ná sér í vatn. Ég er ekki að búast við að þetta verði auðvelt en býst ekki við því að þetta verði auðvelt.“ Fylgst verður með Heiðari Loga og hans ævintýrum í Málmey næstu fjóra daga á Vísi.
Skagafjörður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira