Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:22 Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. Vísir/Getty Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra. Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra.
Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13