Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Markmið frumvarpsins er að auka tiltrú á núverandi kerfi. Vísir/Stefán Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira