Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg. Samgöngur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg.
Samgöngur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira