Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2018 06:45 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira