Jóhann Berg: Engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 13:30 Jóhann Berg Guðmundsson á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fulltrúi leikmanna Burnley á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg er reynslubolti Burnley-liðsins þegar kemur að því að spila í Evrópudeildinni en hann fór í tvígang í átta liða úrslit keppninnar með hollenska liðinu AZ Alkmaar. Burnley er á heimavelli í kvöld og í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tyrklandi. „Stundum er það þannig hér í Englandi að lið vilja ekki spila í Evrópudeildinni. Við viljum það hinsvegar. Það verður skemmtilegra fyrir okkur að spila fleiri leiki og vonandi getum við verið í þessari keppni sem lengst,“ sagði Jóhann Berg. Heimasíða Burnley segir frá. „Það er erfitt að komast í riðlakeppnina en það er okkar markmið. Við getum vonandi tekið stórt skref í áttina þangað með því að vinna Istanbul Basaksehir,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW: @Gudmundsson7 knows what it's like to go deep in the @EuropaLeague and wants another crack at it. Read: https://t.co/9qeUm181Ndpic.twitter.com/hKtUGXogco — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 16, 2018 „Við vitum að það verður erfitt að komast í riðlakeppnina en við viljum komast þangað. Flestir leikmennirnir okkar hafa ekki spilað í Evrópukeppni og þeir vilja fá að reyna sig í þessari keppni,“ sagði Jóhann Berg. „Það er bara jákvætt fyrir okkur að komast þangað. Þetta er skemmtileg keppni og á meðan við erum heilir og í formi þá hef ég engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum hvað við þurfum að gera. Um leið og við erum þéttir til baka þá erum við hættulegir og þá sérstaklega á Turf Moor. Það verður líka örugglega meiri sóknarbolti hjá okkur en í fyrri leiknum,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum að við þurfum að skora mark til að komast áfram og því munum við örugglega sækja meira en þá. Svona er bara Evrópudeildin. Stundum þurfa lið að loka öllum leiðum í útileikjum og reyna að halda markinu hreinu,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW | "We are only three games in, but how much have you enjoyed being in the Europa League and how keen are you to have as much as possible?" @Gudmundsson7 looks ahead to tomorrow night's @EuropaLeague tie against @ibfk2014 WATCH https://t.co/KnFRNzwdEfpic.twitter.com/OFbGBTHkhT — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 15, 2018 „Mér fannst við standa okkur vel í Istanbul. Við sýndum fagmennsku og náðum þeim úrslitum sem við þurfum að fá. Þeir voru mikið með boltann en ógnuðu ekki mikið. Vonandi þurfum við ekki að verjast eins mikið á morgun. Við viljum sækja aðeins meira og skora einhver mörk,“ sagði Jóhann Berg. „Þetta verður erfitt en við getum komist áfram,“ sagði Jóhann Berg. Burnley mætir væntanlega gríska liðinu Olympiakos í umspilinu takist liðinu að slá út Tyrkina í kvöld. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fulltrúi leikmanna Burnley á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg er reynslubolti Burnley-liðsins þegar kemur að því að spila í Evrópudeildinni en hann fór í tvígang í átta liða úrslit keppninnar með hollenska liðinu AZ Alkmaar. Burnley er á heimavelli í kvöld og í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tyrklandi. „Stundum er það þannig hér í Englandi að lið vilja ekki spila í Evrópudeildinni. Við viljum það hinsvegar. Það verður skemmtilegra fyrir okkur að spila fleiri leiki og vonandi getum við verið í þessari keppni sem lengst,“ sagði Jóhann Berg. Heimasíða Burnley segir frá. „Það er erfitt að komast í riðlakeppnina en það er okkar markmið. Við getum vonandi tekið stórt skref í áttina þangað með því að vinna Istanbul Basaksehir,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW: @Gudmundsson7 knows what it's like to go deep in the @EuropaLeague and wants another crack at it. Read: https://t.co/9qeUm181Ndpic.twitter.com/hKtUGXogco — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 16, 2018 „Við vitum að það verður erfitt að komast í riðlakeppnina en við viljum komast þangað. Flestir leikmennirnir okkar hafa ekki spilað í Evrópukeppni og þeir vilja fá að reyna sig í þessari keppni,“ sagði Jóhann Berg. „Það er bara jákvætt fyrir okkur að komast þangað. Þetta er skemmtileg keppni og á meðan við erum heilir og í formi þá hef ég engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum hvað við þurfum að gera. Um leið og við erum þéttir til baka þá erum við hættulegir og þá sérstaklega á Turf Moor. Það verður líka örugglega meiri sóknarbolti hjá okkur en í fyrri leiknum,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum að við þurfum að skora mark til að komast áfram og því munum við örugglega sækja meira en þá. Svona er bara Evrópudeildin. Stundum þurfa lið að loka öllum leiðum í útileikjum og reyna að halda markinu hreinu,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW | "We are only three games in, but how much have you enjoyed being in the Europa League and how keen are you to have as much as possible?" @Gudmundsson7 looks ahead to tomorrow night's @EuropaLeague tie against @ibfk2014 WATCH https://t.co/KnFRNzwdEfpic.twitter.com/OFbGBTHkhT — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 15, 2018 „Mér fannst við standa okkur vel í Istanbul. Við sýndum fagmennsku og náðum þeim úrslitum sem við þurfum að fá. Þeir voru mikið með boltann en ógnuðu ekki mikið. Vonandi þurfum við ekki að verjast eins mikið á morgun. Við viljum sækja aðeins meira og skora einhver mörk,“ sagði Jóhann Berg. „Þetta verður erfitt en við getum komist áfram,“ sagði Jóhann Berg. Burnley mætir væntanlega gríska liðinu Olympiakos í umspilinu takist liðinu að slá út Tyrkina í kvöld.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira