Þjálfari LSK: Óskastaða fyrir okkur að fá leikmann eins og Sísí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 14:30 Hege Riise með Sigríði Láru Garðarsdóttur. Mynd/lsk-kvinner.no Hege Riise, þjálfari norska liðsins Lilleström, var himinlifandi að fá til sín Eyjakonuna Sigríði Láru Garðarsdóttur fyrir lokasprettinn á tímabilinu. Lilleström er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar, í átta liða úrslitum bikarsins og í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eyjakonur hafa að litlu að keppa hér heima og Sigríður Lára er því að fara úr leikjum sem skipta litlu máli í hvern stórleikinn á fætur öðrum með Lilleström liðinu. Heimasíða Lilleström er ánægð með íslenska miðjumanninn og ekki síst að það sást til hennar á lyftingaæfingu með liðsfélögum sínum aðeins skömmu eftir að hún gekk frá öllum pappírum. Hege Riise fagnar líka komu íslensku landsliðskonunnar. „Það er með mikilli ánægju að við bjóum Sísi velkomna til okkar í LSK Kvinner. Hún verður traustur liðstyrkur við okkar sterka lið. Það eru margir mikilvægir leikir framundan í haust og það var óskastaða fyrir okkur að fá leikmann eins og Sísí,“ sagði Hege Riise við heimasíðu LSK kvinner. Lilleström mætir Vålerenga í átta liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í næstu viku en á morgun kemur í ljós hverjir verða mótherjar liðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þær geta þó ekki mætt Þór/KA. Í norsku deildinni hefur Lilleström tólf stiga forskot á Klepp þegar átta umferðir eru eftir. Það kemur því fátt í veg fyrir að Sigríður Lára verði Noregsmeistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.Vi har signert den islandske landslagsspilleren @sisilarag Welcome to the club, Sisi #sillyseason #forzabirdsa #viosssammen : Støtt Norsk Kvinnefotball/@vkj40 A post shared by LSK Kvinner FK (@lskkvinner) on Aug 15, 2018 at 11:35am PDT Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Hege Riise, þjálfari norska liðsins Lilleström, var himinlifandi að fá til sín Eyjakonuna Sigríði Láru Garðarsdóttur fyrir lokasprettinn á tímabilinu. Lilleström er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar, í átta liða úrslitum bikarsins og í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eyjakonur hafa að litlu að keppa hér heima og Sigríður Lára er því að fara úr leikjum sem skipta litlu máli í hvern stórleikinn á fætur öðrum með Lilleström liðinu. Heimasíða Lilleström er ánægð með íslenska miðjumanninn og ekki síst að það sást til hennar á lyftingaæfingu með liðsfélögum sínum aðeins skömmu eftir að hún gekk frá öllum pappírum. Hege Riise fagnar líka komu íslensku landsliðskonunnar. „Það er með mikilli ánægju að við bjóum Sísi velkomna til okkar í LSK Kvinner. Hún verður traustur liðstyrkur við okkar sterka lið. Það eru margir mikilvægir leikir framundan í haust og það var óskastaða fyrir okkur að fá leikmann eins og Sísí,“ sagði Hege Riise við heimasíðu LSK kvinner. Lilleström mætir Vålerenga í átta liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í næstu viku en á morgun kemur í ljós hverjir verða mótherjar liðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þær geta þó ekki mætt Þór/KA. Í norsku deildinni hefur Lilleström tólf stiga forskot á Klepp þegar átta umferðir eru eftir. Það kemur því fátt í veg fyrir að Sigríður Lára verði Noregsmeistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.Vi har signert den islandske landslagsspilleren @sisilarag Welcome to the club, Sisi #sillyseason #forzabirdsa #viosssammen : Støtt Norsk Kvinnefotball/@vkj40 A post shared by LSK Kvinner FK (@lskkvinner) on Aug 15, 2018 at 11:35am PDT
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn