Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 15:33 Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. Tilkynnt var um andarnefjurnar tvær, sem sátu fastar í fjörunni í Engey, síðdegis í gær en fólk varð fyrst vart við þær um klukkan 13. Fjöldi fólks tók þátt í björgunaraðgerðum sem fjallað var ítarlega um á Vísi.Virtist á tímabili ekki með lífsmarki Andarnefjurnar voru í slæmu ástandi þegar Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur kom á staðinn í gær. Þær voru illa rispaðar, áttu erfitt með andardrátt og mikið blæddi úr þeim. „Önnur þeirra var í verra ástandi, virtist vera að upplifa meira „trauma“ og var í meira sjokki. Sá hvalur hafði það ekki af. Hinn var mun rólegri og virtist á tímabili ekki endilega með lífsmarki en hann vissulega hélt alltaf áfram að anda,“ segir Edda. Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, í Engey í gær.Mynd/SkjáskotHvalirnir voru á landi í nokkra klukkutíma og segir Edda að lífslíkur þeirra miðað við þann tíma hafi verið slæmar. „Líffærin fara hægt og rólega að gefa undan eigin þunga og skemmast, og innvortis blæðingar eru mjög líklegar við þessar aðstæður. Það er mjög sennilegt að það hafi verið það sem grandaði hinu dýrinu,“ segir Edda en útilokar þó ekki að hjartastopp hafi dregið dýrið til dauða. „En einhvern veginn virðist hin hafa sloppið, hún barðist minna um, hún hélt ró sinni, hvort sem það hafi verið viljandi eða ekki, en það gæti hafa verið henni til lífs.“Naut aðstoðar manna á bátum og brettum Andarnefjan sem komst lífs af var mjög máttfarin þegar náðist að koma henni aftur út í sjó. Hvalurinn var nokkuð vankaður eftir átökin á landi og átti erfitt með að halda jafnvægi á sundi.Andarnefjan náði sér á strik eftir að hún komst aftur út í sjó og naut þar aðstoðar björgunarmanna.Mynd/SkjáskotEdda segir þó að andarnefjan hafi fljótlega náð að rétta úr sér, með hjálp björgunarsveitarmanna á bátum og brettum. Þá virtist hún hafa komið sér út úr grynningunum í dag. „Það er mjög algengt að djúpsjávarhvalir villist og verði áttavilltir við þessar aðstæður þar sem þeir ná ekki að nýta sína venjulegu tækni, bergmálsmiðun, til þess að rata um við svona aðstæður,“Gætum átt von á fleiri tilfellum Að sögn Eddu halda andarnefjur sig aðallega við Jan Mayen og Grænland en þær koma oft til Íslands á sumrin. Hér séu þær að elta smokkfisk sem sækir landið heim á þessum tíma. „Ef þær fara að gera það í meiri mæli þá getum við átt von á því að það verði fleiri tilfelli eins og þessi. Mögulega bendir þetta til þess að fleiri dýr hafi komið hingað inn,“ segir Edda. Samkvæmt frétt RÚV verður dauða andarnefjan krufin á vettvangi og hafa Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með því. Eddu tekur sjálf þátt í krufningunni. Að lokinni krufningu verður hræinu sökkt með aðstoð Landhelgisgæslunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.Velta þurfti andarnefjunni til að opna fyrir loftgatið á henni.Mynd/Skjáskot Dýr Tengdar fréttir Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06 Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. Tilkynnt var um andarnefjurnar tvær, sem sátu fastar í fjörunni í Engey, síðdegis í gær en fólk varð fyrst vart við þær um klukkan 13. Fjöldi fólks tók þátt í björgunaraðgerðum sem fjallað var ítarlega um á Vísi.Virtist á tímabili ekki með lífsmarki Andarnefjurnar voru í slæmu ástandi þegar Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur kom á staðinn í gær. Þær voru illa rispaðar, áttu erfitt með andardrátt og mikið blæddi úr þeim. „Önnur þeirra var í verra ástandi, virtist vera að upplifa meira „trauma“ og var í meira sjokki. Sá hvalur hafði það ekki af. Hinn var mun rólegri og virtist á tímabili ekki endilega með lífsmarki en hann vissulega hélt alltaf áfram að anda,“ segir Edda. Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, í Engey í gær.Mynd/SkjáskotHvalirnir voru á landi í nokkra klukkutíma og segir Edda að lífslíkur þeirra miðað við þann tíma hafi verið slæmar. „Líffærin fara hægt og rólega að gefa undan eigin þunga og skemmast, og innvortis blæðingar eru mjög líklegar við þessar aðstæður. Það er mjög sennilegt að það hafi verið það sem grandaði hinu dýrinu,“ segir Edda en útilokar þó ekki að hjartastopp hafi dregið dýrið til dauða. „En einhvern veginn virðist hin hafa sloppið, hún barðist minna um, hún hélt ró sinni, hvort sem það hafi verið viljandi eða ekki, en það gæti hafa verið henni til lífs.“Naut aðstoðar manna á bátum og brettum Andarnefjan sem komst lífs af var mjög máttfarin þegar náðist að koma henni aftur út í sjó. Hvalurinn var nokkuð vankaður eftir átökin á landi og átti erfitt með að halda jafnvægi á sundi.Andarnefjan náði sér á strik eftir að hún komst aftur út í sjó og naut þar aðstoðar björgunarmanna.Mynd/SkjáskotEdda segir þó að andarnefjan hafi fljótlega náð að rétta úr sér, með hjálp björgunarsveitarmanna á bátum og brettum. Þá virtist hún hafa komið sér út úr grynningunum í dag. „Það er mjög algengt að djúpsjávarhvalir villist og verði áttavilltir við þessar aðstæður þar sem þeir ná ekki að nýta sína venjulegu tækni, bergmálsmiðun, til þess að rata um við svona aðstæður,“Gætum átt von á fleiri tilfellum Að sögn Eddu halda andarnefjur sig aðallega við Jan Mayen og Grænland en þær koma oft til Íslands á sumrin. Hér séu þær að elta smokkfisk sem sækir landið heim á þessum tíma. „Ef þær fara að gera það í meiri mæli þá getum við átt von á því að það verði fleiri tilfelli eins og þessi. Mögulega bendir þetta til þess að fleiri dýr hafi komið hingað inn,“ segir Edda. Samkvæmt frétt RÚV verður dauða andarnefjan krufin á vettvangi og hafa Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með því. Eddu tekur sjálf þátt í krufningunni. Að lokinni krufningu verður hræinu sökkt með aðstoð Landhelgisgæslunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.Velta þurfti andarnefjunni til að opna fyrir loftgatið á henni.Mynd/Skjáskot
Dýr Tengdar fréttir Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06 Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06
Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34
Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent