Sérstakar strætóskutlur starfræktar Bergþór Másson skrifar 17. ágúst 2018 17:50 Frítt í strætó á morgun á Menningarnótt. Strætó bs. Menningarnótt verður haldin í 23. skipti á morgun og verður miðbænum lokað fyrir almenna umferð og breytt í risastóra göngugötu. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu allan daginn og er fólk hvatt til þess að ganga, hjóla eða nýta sér almenningssamgöngur niður í bæ á þessum degi. Strætó hvetur fólk til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér fríar „strætóskutlur“ í miðbæinn. „Strætóskutlurnar“ eru venjulegir strætisvagnar sem aka án sérstakrar tímatöflu frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Strætóskutlurnar munu aka frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega. Almennu leiðakerfi Strætó má hins vegar skipti í þrjá fasa yfir morgundaginn.1.Fasi - Hefðbundin laugardagsáætlun til 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Aukavagnar verða notaðir yfir daginn til þess aðstoða þær leiðir sem kunna að verða fyrir álagi. Stór hluti miðbæjarins verður lokaður fyrir bílaumferð og margar leiðir sem aka um miðbæinn þurfa að fara hjáleiðir um Snorrabraut, Hringbraut og Gömlu Hringbraut. Sérstaklega má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkur Maraþons. Strætó hvetur farþega til þess að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó og nýta sér appið til þess að sjá staðsetningu vagnanna í rauntíma.2.Fasi - Sérstöku „tæmingarkerfi“ komið á milli kl. 23:00-01:00 Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku „tæmingarkerfi“ verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.3.Fasi - Næturakstur tekur við kl. 01:00 Hefðbundinn næturakstur Strætó mun taka við klukkan 01:00 að lokinni tæmingu miðbæjarins. Áætluð enduropnun miðbæjarins fyrir umferð er milli klukkan 01:00 og 02:00 og því munu fyrstu ferðir á hverri næturleið einungis aka frá Hlemmi. Það verður ekki frítt í næturvagnana en stakt fargjald með þeim er 920 kr. Handhafar Strætókorta þurfa ekki að greiða aukalega fyrir far með næturvögnunum. Frekari upplýsingar um næturakstur Strætó má finna hér.Hér má sjá leiðir morgundagsins á gagnvirku korti. Menningarnótt Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Menningarnótt verður haldin í 23. skipti á morgun og verður miðbænum lokað fyrir almenna umferð og breytt í risastóra göngugötu. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu allan daginn og er fólk hvatt til þess að ganga, hjóla eða nýta sér almenningssamgöngur niður í bæ á þessum degi. Strætó hvetur fólk til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér fríar „strætóskutlur“ í miðbæinn. „Strætóskutlurnar“ eru venjulegir strætisvagnar sem aka án sérstakrar tímatöflu frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Strætóskutlurnar munu aka frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega. Almennu leiðakerfi Strætó má hins vegar skipti í þrjá fasa yfir morgundaginn.1.Fasi - Hefðbundin laugardagsáætlun til 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Aukavagnar verða notaðir yfir daginn til þess aðstoða þær leiðir sem kunna að verða fyrir álagi. Stór hluti miðbæjarins verður lokaður fyrir bílaumferð og margar leiðir sem aka um miðbæinn þurfa að fara hjáleiðir um Snorrabraut, Hringbraut og Gömlu Hringbraut. Sérstaklega má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkur Maraþons. Strætó hvetur farþega til þess að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó og nýta sér appið til þess að sjá staðsetningu vagnanna í rauntíma.2.Fasi - Sérstöku „tæmingarkerfi“ komið á milli kl. 23:00-01:00 Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku „tæmingarkerfi“ verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.3.Fasi - Næturakstur tekur við kl. 01:00 Hefðbundinn næturakstur Strætó mun taka við klukkan 01:00 að lokinni tæmingu miðbæjarins. Áætluð enduropnun miðbæjarins fyrir umferð er milli klukkan 01:00 og 02:00 og því munu fyrstu ferðir á hverri næturleið einungis aka frá Hlemmi. Það verður ekki frítt í næturvagnana en stakt fargjald með þeim er 920 kr. Handhafar Strætókorta þurfa ekki að greiða aukalega fyrir far með næturvögnunum. Frekari upplýsingar um næturakstur Strætó má finna hér.Hér má sjá leiðir morgundagsins á gagnvirku korti.
Menningarnótt Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03