Stjörnufans til styrktar Einstökum börnum Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Þeir félagarnir ákváðu að taka þátt til að bæði styrkja og vekja athygli á Einstökum börnum. Fréttablaðið/Þórsteinn Þeir félagar Pétur Kiernan, Aron Mola og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa rottað sig saman og munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu saman. Ástæðan fyrir því að þeir taka þátt í þessari þrekraun er málefnið sem þeir hlaupa fyrir – Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Helsta hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þessara barna og aðstandenda þeirra. „Það er málefni sem okkur finnst skipta miklu máli, viljum glaðir styrkja og vekja athygli á,“ segja strákarnir. Þeir hafa skráð sig í 10 kílómetrana en útiloka alls ekki að vegalengdin geti lengst umtalsvert ef vel gengur að safna. „Við erum skráðir í 10 kílómetra eins og er. Ef söfnunin okkar gengur vel þá gætum við hins vegar endað með að hlaupa heilt maraþon. Ef við fáum tvær milljónir hlaupum við 21 kílómetra en fjórar milljónir senda okkur í heilt maraþon.“Er þetta ykkar fyrsta maraþon eða hafið þið hlaupið áður? „Pétur og Sigurbjartur hafa hlaupið tíu kílómetra áður. Aron hefur hlaupið mest átta kílómetra þannig hann ætti að vera í mesta áhættuhópnum. En við munum peppa hver annan upp þar sem enginn okkar er í líkamlegu standi til að hlaupa maraþon.“Einstök börn urðu 20 ára í fyrra og nokkur einstök börn heimsóttu Bessastaði af því tilefni.Fréttablaðið/StefánÞeir eru sammála um að Pétur sé í langbesta forminu af þeim öllum og Aron í því versta. Enginn þeirra er þó nálægt því að vera í formi til að hlaupa heilt maraþon játa þeir. Aðspurðir hvort þeir séu byrjaðir að æfa segjast þeir ekki vera komnir mikið af stað – en metnaðurinn er þó töluverður og þeir eru komnir með gífurlega sterkan liðsauka í þjálfuninni fyrir maraþonið. „Við erum bara nýbúnir að taka þessa ákvörðun þannig að við höfum ekki æft mikið en við erum að koma okkur af stað. Kári Steinn ætlar að kenna okkur einhver trix sem munu vonandi skila sér á stóra deginum.“ Það er þó ekki bara líkamleg þjálfun sem skiptir máli – það er líka andlegi þátturinn, sem þarf að sinna í langhlaupum. Það að hafa viljastyrkinn til að halda áfram að gera sama hlutinn aftur og aftur í lengri tíma og ýta sér alla leið yfir marklínuna getur verið þrautin þyngri – hvernig tæklið þið þetta strákar? „Við verðum bara að vera tilbúnir að klífa alla þá veggi sem við rekumst á, við hættum ekki fyrr en við erum komnir í mark.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Þeir félagar Pétur Kiernan, Aron Mola og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa rottað sig saman og munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu saman. Ástæðan fyrir því að þeir taka þátt í þessari þrekraun er málefnið sem þeir hlaupa fyrir – Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Helsta hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þessara barna og aðstandenda þeirra. „Það er málefni sem okkur finnst skipta miklu máli, viljum glaðir styrkja og vekja athygli á,“ segja strákarnir. Þeir hafa skráð sig í 10 kílómetrana en útiloka alls ekki að vegalengdin geti lengst umtalsvert ef vel gengur að safna. „Við erum skráðir í 10 kílómetra eins og er. Ef söfnunin okkar gengur vel þá gætum við hins vegar endað með að hlaupa heilt maraþon. Ef við fáum tvær milljónir hlaupum við 21 kílómetra en fjórar milljónir senda okkur í heilt maraþon.“Er þetta ykkar fyrsta maraþon eða hafið þið hlaupið áður? „Pétur og Sigurbjartur hafa hlaupið tíu kílómetra áður. Aron hefur hlaupið mest átta kílómetra þannig hann ætti að vera í mesta áhættuhópnum. En við munum peppa hver annan upp þar sem enginn okkar er í líkamlegu standi til að hlaupa maraþon.“Einstök börn urðu 20 ára í fyrra og nokkur einstök börn heimsóttu Bessastaði af því tilefni.Fréttablaðið/StefánÞeir eru sammála um að Pétur sé í langbesta forminu af þeim öllum og Aron í því versta. Enginn þeirra er þó nálægt því að vera í formi til að hlaupa heilt maraþon játa þeir. Aðspurðir hvort þeir séu byrjaðir að æfa segjast þeir ekki vera komnir mikið af stað – en metnaðurinn er þó töluverður og þeir eru komnir með gífurlega sterkan liðsauka í þjálfuninni fyrir maraþonið. „Við erum bara nýbúnir að taka þessa ákvörðun þannig að við höfum ekki æft mikið en við erum að koma okkur af stað. Kári Steinn ætlar að kenna okkur einhver trix sem munu vonandi skila sér á stóra deginum.“ Það er þó ekki bara líkamleg þjálfun sem skiptir máli – það er líka andlegi þátturinn, sem þarf að sinna í langhlaupum. Það að hafa viljastyrkinn til að halda áfram að gera sama hlutinn aftur og aftur í lengri tíma og ýta sér alla leið yfir marklínuna getur verið þrautin þyngri – hvernig tæklið þið þetta strákar? „Við verðum bara að vera tilbúnir að klífa alla þá veggi sem við rekumst á, við hættum ekki fyrr en við erum komnir í mark.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira