Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 08:41 Efnt var til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra þar sem ríkisstjórninni var gefið rauða spjaldið vegna málsins. fréttablaðið/anton brink Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44
Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00