Upphitun: Nær Vettel að verja heimavöllinn? Bragi Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 18:30 Vettel sigraði á heimavelli Hamilton í síðasta kappakstri. Hvað gerist á heimavelli Vettel um helgina? Vísir/Getty Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira