Leiðinlegt þegar fólk er með háð, spott og fliss Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2018 15:00 Fulltrúar minnihlutans telja eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. „Við lítum þennan dóm grafalvarlegum augum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, og vísar hún í nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur gegn borginni en þar var felld úr gildi skrifleg áminning sem skrifstofustjóri borgarinnar veitti þáverandi fjármálastjóra og skal borgin samkvæmt dómnum greiða alls um eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað.Sjá einnig:„Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Dómurinn var til umræðu á borgarráðsfundi í liðinni viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tvær bókanir í tengslum við umræðuna og segja þar eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. Kolbrún segir að það hafi farið um hana við að lesa dóminn. „Maður er hálf gáttaður á að þetta hafi fengist þrifist innan ráðhússins.“ Ekki sé dómurinn einn vitnisburður um það, vísar hún einnig í fyrsta borgarstjórnarfund tímabilsins sem rataði í fréttir fyrir ýmsar sakir. Þá nefnir hún bókun Kjartans Magnússonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá því á síðasta kjörtímabili þar sem hann nefnir slæma framkomu í sinn garð.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, finnur fyrir því að allir í borgarstjórn eru sammála um að byggja upp góðan starfsanda.Hún finnur fyrir því að allir í borgarstjórn séu á sama máli um að byggja þurfi upp góðan starfsanda. „Við getum auðvitað tekist á og deilt okkar á milli og hvaðeina en höldum persónu hvors annars fyrir utan þetta,“ segir Kolbrún. „Hæðni, spott og fliss og þegar verið er að ranghvolfa augum framan í mann og sýna einhver svipbrigði er leiðinlegt og setur mann út af laginu.“ Kolbrún hefur lagt fram í borgarráði og forsætisnefnd drög að samskiptareglum fyrir borgarfulltrúa. Þar má meðal annrs finna atriði á borð við að ekki megi baktala eða hæðast að borgarfulltrúm, grípa fram í eða sýna hroka. Tillöguni var hafnað í borgarráði en vísað í vinnu um endurskoðun siðareglur borgarstjórnar af forsætisnefnd borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutans telja að siðareglur borgarfulltrúa taki á sömu þáttum og samskiptareglur. „Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna líta svo á að siðareglur borgarfulltrúa haldi utan um það hvernig ætlast er til að borgarfulltrúar hegði sér í samstarfi sín á milli. Siðareglur verða í haust uppfærðar í samvinnu allra borgarfulltrúa. Fyrr á fundinum var ákveðið að skipa stýrihóp um endurskoðun gildandi stefnumótunar gegn einelti og áreitni á starfsstöðum Reykjavíkurborgar og gefst þar tækifæri til að fara yfir stefnu Reykjavíkurborgar í þeim málum,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna. Kolbrún er því ekki sammála og telur að ítarlegar samskiptareglur þurfi samhliða siðareglum. „Það þarf bara að hafa þetta mjög skýrt hvaða hegðun og framkoma er ekki liðin.“ Tengdar fréttir Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45 Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Við lítum þennan dóm grafalvarlegum augum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, og vísar hún í nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur gegn borginni en þar var felld úr gildi skrifleg áminning sem skrifstofustjóri borgarinnar veitti þáverandi fjármálastjóra og skal borgin samkvæmt dómnum greiða alls um eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað.Sjá einnig:„Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Dómurinn var til umræðu á borgarráðsfundi í liðinni viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tvær bókanir í tengslum við umræðuna og segja þar eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. Kolbrún segir að það hafi farið um hana við að lesa dóminn. „Maður er hálf gáttaður á að þetta hafi fengist þrifist innan ráðhússins.“ Ekki sé dómurinn einn vitnisburður um það, vísar hún einnig í fyrsta borgarstjórnarfund tímabilsins sem rataði í fréttir fyrir ýmsar sakir. Þá nefnir hún bókun Kjartans Magnússonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá því á síðasta kjörtímabili þar sem hann nefnir slæma framkomu í sinn garð.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, finnur fyrir því að allir í borgarstjórn eru sammála um að byggja upp góðan starfsanda.Hún finnur fyrir því að allir í borgarstjórn séu á sama máli um að byggja þurfi upp góðan starfsanda. „Við getum auðvitað tekist á og deilt okkar á milli og hvaðeina en höldum persónu hvors annars fyrir utan þetta,“ segir Kolbrún. „Hæðni, spott og fliss og þegar verið er að ranghvolfa augum framan í mann og sýna einhver svipbrigði er leiðinlegt og setur mann út af laginu.“ Kolbrún hefur lagt fram í borgarráði og forsætisnefnd drög að samskiptareglum fyrir borgarfulltrúa. Þar má meðal annrs finna atriði á borð við að ekki megi baktala eða hæðast að borgarfulltrúm, grípa fram í eða sýna hroka. Tillöguni var hafnað í borgarráði en vísað í vinnu um endurskoðun siðareglur borgarstjórnar af forsætisnefnd borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutans telja að siðareglur borgarfulltrúa taki á sömu þáttum og samskiptareglur. „Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna líta svo á að siðareglur borgarfulltrúa haldi utan um það hvernig ætlast er til að borgarfulltrúar hegði sér í samstarfi sín á milli. Siðareglur verða í haust uppfærðar í samvinnu allra borgarfulltrúa. Fyrr á fundinum var ákveðið að skipa stýrihóp um endurskoðun gildandi stefnumótunar gegn einelti og áreitni á starfsstöðum Reykjavíkurborgar og gefst þar tækifæri til að fara yfir stefnu Reykjavíkurborgar í þeim málum,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna. Kolbrún er því ekki sammála og telur að ítarlegar samskiptareglur þurfi samhliða siðareglum. „Það þarf bara að hafa þetta mjög skýrt hvaða hegðun og framkoma er ekki liðin.“
Tengdar fréttir Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45 Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05
Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45
Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49