„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 15:09 Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. Vísir/getty Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30
Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08
Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52
Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54