Í vondum málum eftir að hafa mölvað Hollywood stjörnu Donalds Trump Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 20:45 Verkamenn fjarlægja það sem eftir er af stórlaskaðri stjörnu Trumps. Svo óheppilega vill til að næsta stjarna fyrir neðan er merkt Kevin Spacey. Þarf ekki eitthvað að fara að endurskoða það? Vísir/EPA Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem The Walk of Fame. Skemmdarvargurinn kom á vettvang fyrr í dag með gítartösku. Sjónarvottar segja að hann hafi skyndilega opnað töskuna og tekið upp stærðarinnar haka sem hann geymdi þar. Hann hafi síðan ráðist á stjörnuna af alefli með hakanum og hoggið hana í spað með látum. Öryggisverðir á staðnum lögðu ekki í manninn þar sem þeir voru óvopnaðir og leist ekki á að yfirbuga mann sem fór hamförum með haka á miðri götunni. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Sagðist maðurinn hafa verið að bregðast við myndbandinu sem tekið var af Trump þar sem hann talaði um að hann gæti gripið í kynfæri kvenna að vild vegna frægðar sinnar og auðs. Maðurinn fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm, þurfti að borga hálfa milljón króna fyrir skemmdirnar og vinna 20 daga í samfélagsþjónustu. Skemmdarvargurinn í dag gaf sig fram við lögreglu og verður að líkindum ákærður fyrir gróf eignaspjöll. Það telst „felony“ eða alvarlegur glæpur í bandaríska dómskerfinu. Lífið Donald Trump Hollywood Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem The Walk of Fame. Skemmdarvargurinn kom á vettvang fyrr í dag með gítartösku. Sjónarvottar segja að hann hafi skyndilega opnað töskuna og tekið upp stærðarinnar haka sem hann geymdi þar. Hann hafi síðan ráðist á stjörnuna af alefli með hakanum og hoggið hana í spað með látum. Öryggisverðir á staðnum lögðu ekki í manninn þar sem þeir voru óvopnaðir og leist ekki á að yfirbuga mann sem fór hamförum með haka á miðri götunni. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Sagðist maðurinn hafa verið að bregðast við myndbandinu sem tekið var af Trump þar sem hann talaði um að hann gæti gripið í kynfæri kvenna að vild vegna frægðar sinnar og auðs. Maðurinn fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm, þurfti að borga hálfa milljón króna fyrir skemmdirnar og vinna 20 daga í samfélagsþjónustu. Skemmdarvargurinn í dag gaf sig fram við lögreglu og verður að líkindum ákærður fyrir gróf eignaspjöll. Það telst „felony“ eða alvarlegur glæpur í bandaríska dómskerfinu.
Lífið Donald Trump Hollywood Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31