Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. júlí 2018 21:21 Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“ Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“
Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00