Móðir lögsækir bresk stjórnvöld til að koma í veg fyrir dauðadóm í Bandaríkjunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 21:39 Gasklefi í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira