75 dæmdir til dauða í Egyptalandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 18:24 Úr réttarsalnum í dag. Vísir/AFP Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt 75 einstaklinga til dauða fyrir þátt þeirra í ofbeldisöldunni sem skall á landinu eftir að forsetanum Mohammed Morsi var vikið úr embætti árið 2013. Í hópi þeirra eru meðal annars leiðtogar Bræðralags múslima, en samtökin eru ólögleg í landinu. Aftökudómarnir voru meðal niðurstaðna fjöldaréttarhalda þar sem dómar voru kveðnir upp yfir rúmlega 700 manns. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að þau stangist á við stjórnarskrá Egyptalands. Amnesty International telur þar að auki að þau hafi verið „stórkostlega ósanngjörn.“ Til að mynda hafi meðlimir öryggisveita, sem talin eru hafa myrt tuga mótmælenda í óeirðunum, aldrei verið yfirheyrðir. Mál hinna dauðadæmdu hefur verið vísað til æðsta-múfta landsins, sem tekur lokaákvörðun um hvenær aftökurnar munu fara fram. Um mánuði eftir að forsetanum Morsi var steypt af stóli brutust út mikil átök í Egyptalandi. Hundruð mótmælenda og tugir lögreglumanna féllu í óeirðunum. Meðal þeirra sem handtekin voru eftir átökin var hinn margverðlaunaði ljósmyndari Mahmoud Abou Zeid, sem er betur þekktur sem Shawkan. Hann hafði verið að ljósmynda óeirðirnar þegar hann var handtekinn. Shawkan hefur setið á bakvið lás og slá allar götur síðan. Kveða átti upp dóm í máli hans í dag en dómararnir frestuðu dómsuppkvaðningunni. Eftir óeirðirnar voru stuðningsmenn forsetans ofsóttir af yfirvöldum, sem og meðlimir Bræðralagsins - samtaka sem egypsk stjórnvöld telja nú til hryðjuverkahreyfinga. Mið-Austurlönd Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt 75 einstaklinga til dauða fyrir þátt þeirra í ofbeldisöldunni sem skall á landinu eftir að forsetanum Mohammed Morsi var vikið úr embætti árið 2013. Í hópi þeirra eru meðal annars leiðtogar Bræðralags múslima, en samtökin eru ólögleg í landinu. Aftökudómarnir voru meðal niðurstaðna fjöldaréttarhalda þar sem dómar voru kveðnir upp yfir rúmlega 700 manns. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að þau stangist á við stjórnarskrá Egyptalands. Amnesty International telur þar að auki að þau hafi verið „stórkostlega ósanngjörn.“ Til að mynda hafi meðlimir öryggisveita, sem talin eru hafa myrt tuga mótmælenda í óeirðunum, aldrei verið yfirheyrðir. Mál hinna dauðadæmdu hefur verið vísað til æðsta-múfta landsins, sem tekur lokaákvörðun um hvenær aftökurnar munu fara fram. Um mánuði eftir að forsetanum Morsi var steypt af stóli brutust út mikil átök í Egyptalandi. Hundruð mótmælenda og tugir lögreglumanna féllu í óeirðunum. Meðal þeirra sem handtekin voru eftir átökin var hinn margverðlaunaði ljósmyndari Mahmoud Abou Zeid, sem er betur þekktur sem Shawkan. Hann hafði verið að ljósmynda óeirðirnar þegar hann var handtekinn. Shawkan hefur setið á bakvið lás og slá allar götur síðan. Kveða átti upp dóm í máli hans í dag en dómararnir frestuðu dómsuppkvaðningunni. Eftir óeirðirnar voru stuðningsmenn forsetans ofsóttir af yfirvöldum, sem og meðlimir Bræðralagsins - samtaka sem egypsk stjórnvöld telja nú til hryðjuverkahreyfinga.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira