Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2018 20:30 Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Að sögn Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítala, hafa yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítananum. Tólf þeirra tóku gildi um mánaðamótin og að óbreyttu hefst yfirvinnubann á miðnætti á miðvikudaginn. Neyðaráætlun hefur verið í gangi frá mánaðamótum en á mánudaginn munu stjórnendur spítalans funda um það hvernig bregðast skuli við og útfæra neyðaráætlun þegar yfirvinnubannið skellur á. Það er víðar en á Landspítalanum sem ljósmæður hafa sagt upp. Á Selfossi hefur ein af átta starfandi ljósmæðrum sagt starfi sínu lausu. Þá hafa fjórar af átta skilað uppsagnarbréfi á Suðurnesjum en þar er þjónusta skert í júlí vegna undirmönnunar. Á Akranesi hafa tvær ljósmæður af fjórtán sagt upp en þangað hefur þurft að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu vegna álags á Landspítalanum. „Þetta eru konur sem þurfa að fara í fyrirfram ákveðinn keisara útaf einhverju,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir á Akranesi. „Ég veit ekki hvað eru komnir margir keisarar síðan 1. júlí en þetta eru nokkrir sem við höfum verið að taka. Þess utan hafi orðið vart við aukinn áhuga á deildinni á Akranesi. „Það er mikið hringt og spurt og fá upplýsingar og hvort það megi koma og megi koma og skoða,“ segir Hrafnhildur. Þá hafa ljósmæður boðað félagsfund á mánudagskvöldið þar sem farið verður yfir hvað má og hvað ekki þegar yfirvinnubannið tekur gildi. „Rauninni bara að taka stöðuna og undirbúa í rauninni konur fyrir yfirvinnuverkfallið sem hefst á miðvikudaginn og svona fara yfir hvað má og hvað ekki og svona,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Óheimilt verður að fara framhjá yfirvinnubanninu, án sérstakrar undanþágu. „Það þarf að sækja um undanþágu fyrir hvert tilvik fyrir sig, til sérstakrar undanþágunefndar,“ segir Katrín. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Að sögn Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítala, hafa yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítananum. Tólf þeirra tóku gildi um mánaðamótin og að óbreyttu hefst yfirvinnubann á miðnætti á miðvikudaginn. Neyðaráætlun hefur verið í gangi frá mánaðamótum en á mánudaginn munu stjórnendur spítalans funda um það hvernig bregðast skuli við og útfæra neyðaráætlun þegar yfirvinnubannið skellur á. Það er víðar en á Landspítalanum sem ljósmæður hafa sagt upp. Á Selfossi hefur ein af átta starfandi ljósmæðrum sagt starfi sínu lausu. Þá hafa fjórar af átta skilað uppsagnarbréfi á Suðurnesjum en þar er þjónusta skert í júlí vegna undirmönnunar. Á Akranesi hafa tvær ljósmæður af fjórtán sagt upp en þangað hefur þurft að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu vegna álags á Landspítalanum. „Þetta eru konur sem þurfa að fara í fyrirfram ákveðinn keisara útaf einhverju,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir á Akranesi. „Ég veit ekki hvað eru komnir margir keisarar síðan 1. júlí en þetta eru nokkrir sem við höfum verið að taka. Þess utan hafi orðið vart við aukinn áhuga á deildinni á Akranesi. „Það er mikið hringt og spurt og fá upplýsingar og hvort það megi koma og megi koma og skoða,“ segir Hrafnhildur. Þá hafa ljósmæður boðað félagsfund á mánudagskvöldið þar sem farið verður yfir hvað má og hvað ekki þegar yfirvinnubannið tekur gildi. „Rauninni bara að taka stöðuna og undirbúa í rauninni konur fyrir yfirvinnuverkfallið sem hefst á miðvikudaginn og svona fara yfir hvað má og hvað ekki og svona,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Óheimilt verður að fara framhjá yfirvinnubanninu, án sérstakrar undanþágu. „Það þarf að sækja um undanþágu fyrir hvert tilvik fyrir sig, til sérstakrar undanþágunefndar,“ segir Katrín.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?