Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2018 18:34 Trump í opinberri heimsókn í Bretlandi í vikunni. Hann hefur dvalið í Skotlandi síðan á föstudag og spilað þar golf. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. Trump var inntur eftir því hver væri helsti óvinur Bandaríkjanna á alþjóðavísu um þessar mundir og sagðist forsetinn telja að Bandaríkin ættu sér fjölmarga óvini. „Mér finnst Evrópusambandið vera óvinur, það sem þau gera okkur í viðskiptum. Þér myndi ekki detta Evrópusambandið í hug en það er óvinur,“ sagði Trump. Hann bætti þó við að það þýddi ekki að Evróusambandið væri „slæmt“ heldur að það væri samkeppnishæft.Sjá einnig: Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Glor benti þá á að mörgum þætti eflaust einkennilegt að heyra Trump nefna Evrópusambandið á undan Rússlandi og Kína í þessu samhengi. Forsetinn ítrekaði þá að hann álliti Evrópusambandið óvin vegna viðskiptastefnu þess og að sambandið hefði haft Bandaríkin að féþúfu. Þá bað hann Glor að gleyma því ekki að báðir foreldrar hans væru fæddir í Evrópusambandsríkjum, móðir hans í Skotlandi og faðir hans í Þýskalandi. Hið síðarnefnda virðist þó ekki alveg rétt, þar eð faðir Bandaríkjaforseta, Fred Trump, fæddist í New York-borg árið 1905. Foreldrar hans, amma og afi forsetans, voru hins vegar þýskir innflytjendur. Svar Trumps hefur einkum vakið athygli vegna þess að það virðist nokkuð á skjön við utanríkisstefnu ríkisstjórnar hans. Í janúar 2017 var ný varnarmálastefna ríkisins kynnt en hún beindist að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Viðtal Jeff Glor við Donald Trump Bandaríkjaforseta má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. Trump var inntur eftir því hver væri helsti óvinur Bandaríkjanna á alþjóðavísu um þessar mundir og sagðist forsetinn telja að Bandaríkin ættu sér fjölmarga óvini. „Mér finnst Evrópusambandið vera óvinur, það sem þau gera okkur í viðskiptum. Þér myndi ekki detta Evrópusambandið í hug en það er óvinur,“ sagði Trump. Hann bætti þó við að það þýddi ekki að Evróusambandið væri „slæmt“ heldur að það væri samkeppnishæft.Sjá einnig: Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Glor benti þá á að mörgum þætti eflaust einkennilegt að heyra Trump nefna Evrópusambandið á undan Rússlandi og Kína í þessu samhengi. Forsetinn ítrekaði þá að hann álliti Evrópusambandið óvin vegna viðskiptastefnu þess og að sambandið hefði haft Bandaríkin að féþúfu. Þá bað hann Glor að gleyma því ekki að báðir foreldrar hans væru fæddir í Evrópusambandsríkjum, móðir hans í Skotlandi og faðir hans í Þýskalandi. Hið síðarnefnda virðist þó ekki alveg rétt, þar eð faðir Bandaríkjaforseta, Fred Trump, fæddist í New York-borg árið 1905. Foreldrar hans, amma og afi forsetans, voru hins vegar þýskir innflytjendur. Svar Trumps hefur einkum vakið athygli vegna þess að það virðist nokkuð á skjön við utanríkisstefnu ríkisstjórnar hans. Í janúar 2017 var ný varnarmálastefna ríkisins kynnt en hún beindist að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Viðtal Jeff Glor við Donald Trump Bandaríkjaforseta má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41
Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15