Ásdís himinlifandi með að hafa tapað Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 10:58 Ásdís Hjálmsdóttir gleðst yfir því að framtíðin sé björt. vísir/anton brink Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira