Hundruð boða komu sína á mótmæli á Austurvelli vegna ljósmæðradeilunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:03 Stuðningsfólk ljósmæðra hefur mætt að húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarnar vikur þegar þar hefur verið fundað í deilunni. Vísir/Elín Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23
Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28