Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 09:59 Model 3 var auglýst sem ódýrari fólksbíll en Tesla hafði áður framleitt. Enn sem komið er hefur fyrirtækið aðeins framleitt dýrari útgáfu af bílnum. Vísir/EPA Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á. Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á.
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00
Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13
Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26